mánudagur, nóvember 28, 2005

KLUKK

Dem ég var klukkuð ... en here goes eitthvað bull um mig.

núverandi tími: 22:57
núverandi föt: Náttbuxur, bolur
núverandi skap: Alveg prýðilegt
núverandi hár: Rosa flott gellugreiðsla
núverandi pirringur: biðpirringur
núverandi lykt: Flower
hlutur sem að þú ættir að vera að gera núna: Sennilega að hvílast
núverandi skartgripir: Hálsmen, úr og 1 armbönd
núverandi áhyggjur: jóla – hvað
núverandi löngun: að eignast krílið bráðlega takk
núverandi ósk: ný og gelluleg föt
núverandi farði: látum okkur sjá, smá meik, maskari, eyeliner, kinnalitur og augnskuggi.
núverandi eftirsjá: Humm...... hugs... ehhh .... engin
núverandi vonbrigði: held ekkert
núverandi skemmtun: eiginlega engin þessa dagana
núverandi ást: krúttlega fólkið mitt
núverandi staður: heimavinnandi
núverandi bíómynd: blehh .. .engin
núverandi íþrótt: lull í kringum húsið
núverandi tónlist: það sem er í boði hverju sinni af útvarpsstöðvunum
núverandi blótsyrði: ansk...
núverandi msn manneskjur: same old same old
núverandi desktop mynd: Blár skjár með DELL merki
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Var á $ fundi áðan ... núna fara lesa markaðsmál ;)
núverandi dót á veggnum: myndir, spegill og fullt af allskonar dóti

laugardagur, nóvember 26, 2005

Kúlubúinn


Bara varð að setja inn þessa mynd af kúlunni minni. Lítl og nett já ... en hérna inni er nýjasti meðlimur gellufjölskyldunnar. Það fer óðum að styttist í komu litla krílisins. Núna eru 8 dagar í áætlaðan fæðingardag. Síðasti vinnudagur minn var 14. nóvember, en þá fannst lækninum mínum ég búin að tuska mér út nógu mikið. Enda orðin voða lúin kona. Það er soltið skrítið að venja sig á að vera heima bara. Stundum er ég bara að stara uppí loftið og hugsa um hvað gæti ég nú gert í dag. Það verður svosem nóg að gera þegar litla krílið mitt kemur í heiminn. Ég er ein af þeim sem verður frekar eirðarlaus ef ég hef ekkert að gera. Kanski er það eitthvað sem ég ætti að læra , eða nei það heillar mig ekki sú tilhugsun að liggja bara í bælinu allan daginn og stara upp í loftið. Þó svo ég sé búin að gera slatta af því eftir ég varð heimavinnandi, þ.e.a.s leggja mig svona reglulega ;) voða nice !! Það er víst eitthvað sem ég á að vera gera áður en átökin byrja að koma krílin út. ÍKKKSSSS ..... smá nettur kvíði fyrir því ... væri sko alveg til í einn keisara eða svo, já miklu frekar. En ég verð bara að harka af mér og vera dugleg stelpa. Jæja nóg af blaðri í dag.
Ein í biðstöðu

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Tennur

Fór til tannsa í dag sem er svosem ekkert merkilegt nema hvað .... búin að vera drepast í túllanum í marga daga. Laumaði mér til tannsa á mánudaginn síðasta vegna tannrótarbólgu, ái smá pínu vont sko. En almáttugur, tannsinn gramsar eitthvað í ónýtu tönnunni minni og lokar svo. Segir mér því næst að taka inn 3 sýklalyfstöflur á dag, og hafa samband við sig ef einhver titringur lætur á sér kræla í tannholdinu. Ha titringur já ok geri það. Skunda svo heim, voða ánægð, nú myndi mér batna í tannholdinu. EN nei það gerðist ekki, vaknaði á þriðjudagsmorgunn eins og ég hefði verið kýld margsinnis í neðra kjálka. Ekki fögur sjón það. Hef kvalist heiftarlega útaf þessarri bólgu, en fann ekki þennan slátt eða titring. En allavega hringdi í tannsann minn og hann sagði mér að koma í dag til sín og hann myndi tappa af bólgunni. Hmmm... ok dreif mig á staðinn. Fyrsta sem hann segir er, já ég sé að báðar kúlurnar stækka ört. Það er að segja bumbukrúttið mitt og kúlan á andlitinu. Þó svo mér finnist nú bumban mín fallegri en grey andlitið. En hann gerði þarna einhverjar tannsakúnstir. Ó vá hvað mér leið miklu betur á eftir, þ.e.a.s í munninum. Sveif heim á bleiku skýi og beint í ísskápinn, ohh svo gott að geta fengið sér að borða án kvala. Ummmm namm ... verð nú líka að næra litla krílið mitt líka. Sem ég hef ekki getað gert aðmennilega undanfarna daga, því miður.
Þetta ætti að kenna mér að hugsa betur um tönnslurnar mínar. Og svo er ég alveg einstaklega lagin við það að drífa mig til læknis þegar í óefni er komið. Stór galli sem reyndar er hægt að laga. Jebbsss set það á lagfæringar file-inn minn.
Atriði nr. 28. Gellan verður að læra fara FYRR til læknis. ;)

Over and out

sunnudagur, október 23, 2005

Óþolandi nágranninn

*urr* Ég á óþolandi nágranna. Í 5 ár sem ég hef búið hér þá hef ég átt óþolandi nágranna kerlingu. Hún býr fyrir neðan mína íbúð. Og alltaf þegar henni hentar þá spilar hún óþolandi leiðinlega tónlist HÁTT !!! Nokkrum sinnum í gegnum árin hef ég hringt í Lögregluna til að stöðva hávaðamengunina. Og ég veit fyrir víst að hún er á síðasta séns. En nei ekki aftrar það henni að spila háa leiðinlega tónlist. Nú er bæði ég og yngri dóttir mín glaðvakandi af hennar völdum. Getum ekki sofnað fyrir tónlistinni. *ARRRGGGG* Vonandi kemur löggumann og stöðvar þetta gól bráðlega. Hringdi í drykkfellda kerlinguna áðan og bað hana vinsamlegast að lækka ... en nei það gjörir hún ekki. Því var næsta ráð að hringja enn einu sinni í Lögregluna, vona bara að hún hafi ekki of mikið að gera núna.

Einu sinni þá kom lögreglan til að stöðva hávaðann þá var karlinn sem hún var með þá búin að grýta út sjónvarpinu og fleiru niður af svölunum. Vóhh hún býr sko á 8. hæð. Bilað veikt fólk!!

Ég er að hugsa um að skrifa hennar nokkrar vel valdar línur og setja í póstkassann hennar. Illa augnaráðið sem hún fær frá mér þegar ég mæti henni niðri dugar víst ekki.

föstudagur, október 14, 2005

Skamm skamm stelpa

Var nýlögð á stað í vinnu í morgunn þegar ég fékk símtal. Sæl hvað segirðu. Bara allt ágætt. Heyrðu hringdi X í þig í gærkveldi. Já reyndar gerði x það. Sko Guðný ég varð bara að taka málin í mínar hendur vegna þess stundum hugsarðu ekki málin til enda sagði áhyggjufullur verðandi faðir. Ehh já ég veit ehhh .. ég ætlaði sko ... sko ... ehhh ... *andvarp* Sko Guðný þegar þú skuldar 50 þús þá finnst þér þú verða borga 500 þús. ehhh já ég veit. Nú verður gengið í símamálin í dag og hana nú. Og svo er bara allt í lagi að biðja um aðstoð, ég veit þú átt í vandræðum með að biðja um það, sjálfstæðis púkinn þú. Ehh já ég veit. Ok takk !!

Uppbyggileg gagnrýni. Þar sem ég hef í gegnum tíðina verið alveg einstaklega þrjósk, brjálæðislega sjálfstæð, ekki kunnað að biðja um hjálp eða ekki þorað. Þá hefur gagnrýnin hans hjálpað mér smátt og smátt að yfirstíga bilaða sjálfstæðis hugsun. En ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að brjóta niður þykku veggina sem ég hef umlukið mig í gegnum tíðina.
Eitt af því sem ég hef passað eins heitan eld er að opinbera mig ekki, lok, lok og læs, allt í stáli. Reynt að halda ákveðni fjarlægð milli mín og annars fólk. En finnst tímabært að opna smátt og smátt MIG. Batnandi fólki er best að lifa. Kanski er þetta aldurinn, þroskinn eða bara eitthvað annað. Hver veit.

fimmtudagur, október 13, 2005

Leigubílstjórinn ég ....

Stundum finnst mér ég vera eins og leigubílstjóri nema hvað ég fæ ekki greitt fyrir minn akstur. Svona myndi til dæmis ein vika líta út hjá mér (púff) mánudagur; keyra í vinnu, úr vinnu, skutla yngri dóttur á fund, sækja dóttur, bíða í 40 mín, eldri dóttir fund, keyra heim, sækja eldri dóttur.
Þriðjudagur; Vinna, keyra eldri dóttur í jazzballet, keyra heim, keyra yngri dóttur í skáta, sækja eldri dóttur í jazzballet, keyra heim, sækja yngri dóttur í skáta og keyra þá eldri í eitthvað ungmenna félagstarf, fara heim, sækja eldri dótturina.
Svo kemur þakklát pása á miðvikudögum. *ahhhhhh*
Fimmtudagur; ja bara ein keyrsla þar með unglinginn í djazzballet.
Föstudagur: Pása.

Hmm… þetta er nú kanski ekki svo slæmt, allur aksturinn gæti dreifst yfir á hina daga. Kanski bara best að rumpa þessu af og eiga svo dágóðar pásur hina dagana. Já sé það núna.
En ég hugsa að ég verði nú að ota að þeim gula bílnum (strætó) bráðlega, ekki get ég nú verið að skutlast hingað og þangað þegar kúlubúinn lætur sjá sig.

Þetta er svona eins og amerískur fótboltamömmufílingur .... skutla hingað og skutla þangað.

miðvikudagur, október 12, 2005

ÆÐRULEYSI

"Ég tala um starfsfélaga/félaga vegna þess ég vil ekki tilnefna það hvort þetta sé karlkyns eða kvenkyns."


Að sýna æðruleysi. Íslensk hugtök lýsa því sem að sýna kjark, láta hugfallast til dæmis.

Allavega ég leitað til æðruleysis á hinum ýmsu stundum í lífinu þó sérstaklega síðast liðið eitt og hálft ár. Hvers vegna ? Ja líklegast vegna þess að æðruleysi veitir manni hugarró.

Núna til dæmis verð ég að beita MIKLU æðruleysi gagnvart starfsfélaga. Í gær bað ég fyrir þessarri tilteknu manneskju og fór með æðruleysisbænina nokkrum sinnum.

Stundum hefur mig langað til að sveifla upp handtöskunni minni og dúndra í félagann. Athuga hvort heilahvolið hrökkvi í samband aftur. Mér virðist nefnilega stundum eins og það vanti eitthvað þarna uppí skrúfstykkinu. Hversu oft þarf maður að segja fólki sama hlutinn aftur og aftur.

Ok þú ert að læra eitthvað nýtt, enginn býst við því að þú lærir þetta einn, tveir og tíu. En það eru takmörk fyrir hversu tregt fólk er. Ekki tel ég sjálfa mig SUPERGÁFAÐA en það tekur mig ekki marga marga marga mánuði að læra eitthvað nýtt. Þar kemur sterkt inn æðruleysi í þolinmæði.

Ofaná lærdómstregan þá blandast inní þetta yfirgangur og ruddalegur talsmáti ein staka sinnum. Já "hmmm" ég myndi telja mig með mjög hátt stig af þolinmæði gagnvart öðru fólki. Vil hafa alla góða í kringum mig og ekki mikið fyrir það að koma öllu í uppsteit.
En nú er þolinmæði mín á þrotum eins og gerist eftir langan langan tíma hjá mér. Ég líð það ekki endalaust að vaðið sé yfir mig á skítugum skónum, og tekið fram fyrir mín verk að eigin frumkvæði. Mér finnst nú lágmark að ég biðji um aðstoð ef ég þarf á því að halda eins og ég geri nú gjarnan í dag. Hef lært það að það er í besta lagi að biðja um hjálp. En mér finnst algjör óþarfi að framkvæma mína vinnu á bak við mig. Sem kemur svoleiðis út að þegar ég ætla vinda mér í að vinna þetta verk og tala við annan aðila þá er þessi tiltekni starfsfélagi búin að því "behind my back" og ég geri mig að fífli.
"URR"
Þar sem ég ekki marga daga eftir í vinnu áður en ég fer í langa langa fríið, þá tók ég uppá því að biðja fyrir félaganum og nota stórann skammt af ÆÐRULEYSI.

Ég get ekki breytt manneskjunni, en ég get fengið æðruleysi og kjark til að breyta því sem ég get breytt til dæmis með því að vera æðrulaus. Því pirringur fer verst með mig.
Það virðist vera að þessi tiltekni starfsfélagi hefur enga hugmynd um hvers konar framkomu er beytt af félaganum sjálfum.

Æðruleysi!! Vil síður beita handtöskunni 

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Landsmót skáta í júlí



Þann 23. júlí s.l þá fór Gellan ásamt dóttur sinni (sem er í skátafélaginu Hamar Grafarvogi) og bróður hennar á Landsmót skáta. Farið var snemma á fætur þennan dýrindis laugardagsmorgunn og sinnt erindum áður en lagt var af stað úr mengaðri borginni. Vá þvílíkur hiti var gjörsamlega að kæfa ferðalangana. Mótið var haldið á Úlfljótsvatni, og þegar þangað var komið var Gellan nánast niðurkomin af hitasting einungis klædd þunnum bómullarkjól (ásamt tilheyrandi nærfatnaði auðvitað) með litlu sætu kúluna sína út í loftið og arkaði þar um svæðið í kjólnum og þunnum sandölum, gjörsamlega að kafna úr hita.
Það má segja að þetta hafi verið heitasti dagur sumarsins. Allavega náði Gellan í einhverja brúnku ííhaaa.... Stórskemmtilegur dagur !!

Óheppni greindist smávegis hjá vinkonu Gellunar ... já já hún Sexý tillti lauslega annarri rasskinni á plaststól sem fastur var við útileguborð Gellunnar og hrundi það niður og brotnaði. Greyið Sexý datt á einhverja hæla í jörð og uppskar ljóta og óþægilega marbletti. Og ekki er nú sagan öll því hún skaðbrenndist í andliti og hefði þurft að fara á slysó eftir helgina með einhvers stigs bruna því húðin á einhverjum hluta andlitsins byrjaði að flagna af. Mjög sársaukafullt sagði hún. Æ greyið stelpan.

En þetta var hlý og skemmtileg helgi fyrir alla.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ættarmótið

Fór á ættarmót um helgina. Hin fjölbreytilega móðurfjölskylda mætti í Skagafjörðinn með glampa í augum. Mótið var haldið á Steinstöðum í Lýtingsstaðahrepp, Skagafirði. Gist var bæði í gamla grunnskólanum mínum sem er búið að breyta í gistiheimili núna. Vá ekkert smá skrítið að koma inn í hann, hef ekki stigið þar fæti síðan vorið 1989 þegar ég lauk minni 9 ára skólagöngu þar. Margar skemmtilegar minningar þyrluðust upp he he he já það var gaman að vera krakki án fullorðins áhyggja líkt og í dag. Jæja eitthvað af liði gisti í skólanum þar á meðal ég, hinir plöntuðu sér á tjaldstæðið við hliðina á skólanum. Þetta var alveg ljómandi fín helgi. Eitt brúðkaup eða svo átti sér stað á laugardeginum. Aha móðir mín kær og sambýlismaður hennar til margra margra ára giftu sig á sérstakan hátt á tjaldstæðinu. Voru þau búin að leigja sér tjaldvagn og fyrir framan hann var búið til altari með stórum flottum kertum, sólblómum, lagður dúkur að hurðargættini (þar sem sérann stóð) og settur pallur fyrir þau til að krjúpa á. Þetta var mjög falleg og sérstök athöfn. Þarna sér maður að það er ekkert nauðsynlegt að gifta sig í kirkju, útibrúðkaup geta líka verið sérstök og falleg. Ég segi bara TIL HAMINGJU BRÚÐHJÓN!!
Sameiginleg matarveisla var svo um kvöldið haldin í félagsheimilinu, þar sem 4 niðjar borðuðu, eða bleikur, blár, rauður og gulur eða það eru litirnar á bolunum sem við gengum í um helgina. Við vorum fagurbleik og flott. Farið var í hina ýmsu leiki, þar á meðal brugðið á leik með hinum nýgiftu brúðhjónum.
Þetta ættarmót fór friðsamlega fram að þessu sinni. Ólíkt ættarmótinu sem haldið var fyrir 5 árum síðan, þá var mikil ölvun og slagsmál á milli feðga og sitt hvað fleira bilað.
OVER & OUT
Gellan (bara nokkuð ánægð með crazy famelíuna)

fimmtudagur, júní 30, 2005

ferðalingur

Jæja ekki er nú veðurspáin góð fyrir helgina ... demit ég sem var búin að plana fara í útilegu um helgina. Búin að prufukeyra nýja hústjaldið og útilegugreyjurnar þar síðustu helgi á Laugarvatni. Nauðsynlegt að prufukeyra svona. Komumst til dæmis að því að það gæti verið voða gott að hafa með sér prímus svo maður frjósi ekki til helv.... ég held að það sé það eina sem vantar núna. Must kaupa prímus áður en ég legg land undir fót á morgunn. Pælingin er sú að skella sér á Mjólkurhátíðinna fyrir vestan. Jahú!!! Ég treysti bara á veðurguðina, annars er bara skellt sér á Hótel Eddu takk fyrir he he he ... Annars erum við að fara í útilegu líka þar næstu helgi, förum noður á ættarmót en til allrar lukku ef það verður rigning þá helgi þá skríð ég bara inná æskuslóðina og lúlla þar. Jæja bolla litla ætlar að reyna vinna eitthvað núna ... jebbss must setja hauinn minn í pappírinn en ekki tjaldið ... einn dagur í viðbót víhí :)

mánudagur, maí 30, 2005

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ritstífla

Ódugleg er nú Gellan svala að blogga þessa dagana. Það er eins og ritstífla myndist þegar sólin fer að gægjast framúr skýjunum. Kanski ég reyni að bæta úr því. Hmmm.... hugsi hugsi neibb það kemur ekkert.
Júbb við erum að fara í sveitina um helgina. Skoða litlu sætu lömbin og foðöldin.. víhú. Jæja reyni að kreista út ritstíflunni á næstu dögum.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Kópavogur rúlar ekki

Kópavogur .... arg ... ef það er til bæjarfélag sem hækkar blóðþrýstinginn minn þá er það Kópavogur. Í gær ætlaði ég í nýju sundlaugina með dæturnar, eiga notalega stund við mæðgurnar en nei nei mamman var orðinn þokkalega pirruð á að finna ekki nýju flottu sundlaugina. Eftir 40-50 mín rúnt í stanslausri leit þá loksins fundum við hana.
Mamman komin með of háan blóðþrýsting vegna pirrings og farin að röfla of mikið um bjánans Kópavoginn. Þetta er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ég á bara í miklum erfiðleikum með að rata í. Heyrst hefur að fleiri en ég eigi í þessum vandræðum. Skyldu bæjarbúar fá oft hiksta ??
Ég byrjaði nú á því að fara í Sundlaug Kópavogs og spurði þar starfsmann sem var af erlendum stofni komin og talaði bjagaða íslensku. “Góðan daginn” Hvar er nýja sundlauginn staðsett”? “Þú vita Smáralind, þú fara hringtorg, beygja til vinstri. “Já, ok er þetta rétt hjá Íþróttamiðstöðinni”? Þú fara hringtorg, beygja vinstri. “ Ok, takk fyrir ég hlýt að finna þetta.”
Aha eftir langan langan rúnt um Kópavog. Til upplýsingar fyrir þá sem ekki vita hvar nýja sundlaugin er. Þá keyrir þú í áttina til Player’s og beygir út úr hringtorgina við götu nr. 2 (alltaf 4 götur við hringtorg) og keyrir lengst uppeftir. Salarskóli er rétt hjá. Þetta er semsagt í Salarhverfi í Kópavogi. Rosaflott rennibraut og ágætis heitupottar. Þessi sundlaug virkar vel fyrir barnafólk, þetta er sundlaug fyrir krakka. (Mitt mat)

Over & out
Gellan (blóðþrýstingur í lagi núna)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Brandari dagsins

Maður fann flösku með anda í og andinn gaf honum eina ósk...

"gerðu mig ómótstæðilegan í augum kvenfólks"

óskaði maðurinn sér...


*hvisssssbanggggggg* .....Hann breyttist í VISA kort

föstudagur, apríl 15, 2005

fjarvera mín

Já já ég er búin að vera fjarverandi frá blogginu mínu síðan í lok febrúar. Fullt búið að gerast síðan.
Helsta ástæðan fyrir því að Gellan hefur ei bloggað er sú að yngri bróðir minn (heilum 7 árum) lenti í bílslysi 28. febrúar s.l. og allur marsmánuður & hluti af apríl fór í spítalaheimsóknir og fleira. Engin tími til að blogga !!! Hann var 5 - 6 daga á gjörgæslu, tvær vikur á almennri deild Borgarspítala og svo 1 mánuð á Endurhæfingastöðinni Grensás og núna er hann komin norður(Akureyri) á endurhæfingastöðina Krissnes og verður þar vistmaður líklega 1 til 1 1/2 mánuð. EN batahorfur er góðar hjá drengnum. Honum hefur farið býsna mikið fram, enda duglegur í því að láta sér batna. Hann fékk höfuðáverka og vinsti hlið líkamans skaðist eitthvað. En máttur í vinstri fótlegg kom fljótlega og núna er hann í þjálfun með vinstri hendina sína sem var læst/föst (stífnaði upp) ... en þetta kemur allt saman. Hann verður örugglega orðinn fullfrískur í árslok jafnvel fyrr.

Skrítið hvað manni finnst alltaf að eitthvað svona muni ekki gerast í sinni nánustu fjölskyldu. En það er samt örugglega ekkert gott að vera með stanslausan ótta yfir því að eitthvað muni koma fyrir fjölskyldu sína.
Slysin gera ekki boð á undan sér og maður tekur á því ef það gerist. Þetta kenndi manni eitt allavega og það er að maður á bara einn dag í einu og maður ætti að lifa hann til fulls og njóta lífsins.

Kveðja
Gellan sem tekur bara einn dag í einu núorðið og lifir samkvæmt því.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Hversu lengi er hægt að halda ælu niðri ???

Á baksíðu DV í dag er frétt um mann sem var eltur af lögreglunni vegna gruns um ölvun. Maðurinn semsagt var alveg að því komin að æla yfir sig allan í bíl sínum en náði að hlaupa inn á bensínstöð, náhvítur í framan og ætlaði að nota salerni staðarins til verksins. Var honum bannað það, vegna þess starfsfólk taldi að hann væri bara ölvaður. Hljóp því maðurinn inn í bíl aftur og ók af stað með æluna í hálsinum. Keyrði því næst 10-20 km heim til sín í þeim tilgangi að losa sig við æluna. En áður en hann komst inní hús þá var hann stoppaður fyrir utan heimili sitt af lögreglunni og beðin um að blása í blöðru v. gruns um ölvun. Kyngir hann því í 2. sinn gubbunni og blæs í blöðru fyrir lögreguna. Starfsfólk bensínstöðvar vildu ekki tjá sig um málið í DV.

Eftirmála sögunnar er ekki vitað um, hvort um gubbupest var að ræða eða ölvun.

Hversu lengi er hægt að halda niðri gubbu þegar maður er með magakveisu, gubbupest og þess háttar óskemmtileg heit.
Var maðurinn ölvaður ??? Eða er maðurinn snillingur að halda niðri gubbu ???

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Beauty is pain

Ó já fegurð kostar sársauka. Gellan komst að því í gærkveldi þegar hún prófaði að láta vaxa augabrúnir sínar. Ái ái ái þetta var vont. En mér er sagt að fyrsta skiptið sé alltaf verst en svo lagist það. Að maður myndi skráp gagnvart því. Gellan hafði nú einhverja vitneskju um að fegurðin kostaði sársauka, tíma og mikla fjármuni. En maður verður auðvitað að standa undir nafni, flottasta Gellan í bænum he he

Hugleiðing .... Ætli fyrsta skiptið sé alltaf vont í öllu ? ;)

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Klámyndir / Röng skilaboð

Hvernig skilaboð fær ungt fólk sem stelst til að horfa á klámyndir ???
Ranghugmyndir myndi ég segja. Sjá eftirfarandi grínlista sem sendist
manna á milli í tölvupósti. Mér er EKKI hlátur í huga þegar ég les þennan lista.

~Að öllum líkindum þá endurspeglar mín skoðun ekki skoðun/mat annarra á klámiðnaði veraldarinnar~


24 hlutir sen klámiðnaðurinn hefur kennt okkur
************************* **********************

1. Konur fara alltaf í háhæluðum skóm í rúmið
2. Allir menn hafa stórt tippi sem alltaf stendur
3. Konur þurfa aldrei meira en 10 sekúndur til að fá fullnægingu við munnmök
4. Ef karlmaður kemur að konu sem er að fullnægja sér sjálf skammast hún
sín ekki og krefst hún þess að hann taki þátt
5. Konur elska að hafa kynlíf með ljótum miðaldra mönnum
6. Konur fá alltaf fullnægingu ef maður sprautar úr honum í andlitið
7. Konur öskra alltaf af nautn þegar þær veita karlmanni munnmök
8. Konur fá alltaf fullnægingu á sama tíma og mennirnir
9. Allar konur öskra hátt þegar þær elskast
10. Á 8 áratugnum var ekki möguleiki á að stunda kynlíf nema hafa öskrandi
gítar sóló í bakgrunni
11. öll brjóst eru ekta
12. Sjálfsögð og nauðsynleg kynlífsathöfn er að slá slöppum limnum í rass konunnar
13. Karlmenn öskra alltaf "OH YEAH", þegar þeir fá það
14. Kona stynur af mikilli nautn þegar þær eru teknar í bæði göt
15. Asískir menn eru ekki til
16. Ef einn maður kemur að pari sem er að elskast í skóginum getur hann
stungið lim sínum í munninn á dömunni án þess að hennar félagi verði fúll
17. Hjúkrunarkonan hefur alltaf munnmök með sjúklingnum
18. Menn taka hann alltaf út áður en þeir fá það
19. Allir rassar eru hreinir
20. Konur verða alltaf mjög hissa þegar þær uppgvöta tippið í buxum mannsins
21. konur eru alltaf tilbúnar
22. Konur hafa engin skaparhár
23. Það besta sem kona getur hugsað sér er að veita munnmök í 90 mín án
þess að stoppa
24. Menn þurfa aldrei að biðja um kynlíf Konurnar kasta sér á þá.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ekki Simpson

Ég var að fatta að það er nú ekkert sniðugt að líkja sér við Simpson fjölskylduna. Ég er með það í endurskoðun hvort það sé heilbrigt fyrir börn að horfa á þessa þætti. Þeir eru allavega EKKI uppbyggjandi mynd af nútíma fjölskyldu. Fyrir það fyrsta þá er Hómer feit fyllibytta sem nennir varla að vinna og notar ofbeldi á son sinn. Man yfirleitt ekki hvað yngsta barnið sitt heitir. Og setur útá dóttur sína sem er dugleg í skóla og vitur. Honum finnst það vera ókostur. Svo er það eiginkonan kúgaða sem eingöngu sér um heimilið og börnin. Það er bara stutt síðan ég uppgötvaði þessa hluti með Simpson þættina.
Að mínu mati í dag þá eru þetta ekki uppbyggjandi uppskrift af góðri, hjarthlýrri fjölskyldu þar sem meðlimir fjölskyldunnar eru ánægðir einstaklingar.

Mín skoðun !!!

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

innivera

kræstus ég er að verða ferköntuð inní mér .. litlan mín er búin að vera lasin í heila viku núna. Hef lítið sem EKKERT verið með "grownups" fyrir utan kallinn minn. Það vantar smá girlpower í lífið núna. Hlakka mikið til þegar ég kemst út aftur. Litlan er á batavegi þannig að hugsanlega fer ég aftur í vinnu næsta mánudag.
Flensufaraldurinn er ekkert smá langur þetta árið. Hár hiti með óráði, hósti, lítil matarlyst og fleira óskemmtilegt. Ég sjálf hef nú verið hálf slöpp með dömunni hérna en eins og betur fer þá hef ég sloppið við 38 & 39 stiga hitann. Jæja verða að mammast/hjúkkast núna ... bæ bæ

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Simpson fer í ferðalag

Simpson fjölskyldan brá sér útúr höfuðborginni síðustu helgi og gisti í danska bænum Stykkishólmi. Lisa var að keppa í körfubolta með MB Keflavík. Keflavíkurstelpurnar unnu 2 leiki og töpuðu tveimur. Æsispennandi að fylgjast með. En Hómer, Marge, Bart og Maggie fóru til Stykkishólms til að horfa á Lisu keppa. Lisa gisti líka í skólanum með hinum stelpunum en við hin gistum á hóteli. Voða nice rúm og sængur, allt svo mjúkt, hvítt og cósý. Marge verður að setja svona djúnmjúkar sængur á innkaupalistann sinn. Þetta var voða notaleg og skemmtileg ferð !!! Gaman að skreppa svona útúr mengunni og fara í góða loftið þó það sé ekki nema í 1 1/2 sólarhring :)

over & out
Marge Simpson

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Afgreiðslufólk í sjoppum, búðum og fleira

Ég er að velta því fyrir mér .... hvar er þjónustulundin hjá mörgu afgreiðslufólki. Alveg er það merkilegt hvað sumir eru ókurteisir og dónalegir við mig, kúnnann sem opnar budduna til að greiða fyrir vöru. Í morgunn t.d þá fór ég á Esso á Vesturlandsvegi og lenti þar á einni MJÖG ókurteisari konu, það liggur við að hún hafi gargað á mig, farðu út og láttu mig í friði, ég nenni ekki að afgreiða þig eða svara spurningum þínum. Hneykslun konunnar yfir einfaldri spurningu minni var mjög augljós. Það liggur við að ég hafi skammast mín fyrir að spyrja um eitt ákveðið tilboð og hafa ekki vitað að það var í gangi í desember en EKKI janúar. I'm so sorry að ég skuli ekki hafa vitað það .... ég allavega laumaðist út með skottið á milli lappana og skammaði mig djí gastu nú ekki vitað það að tilboðið væri útrunnið. How stupid can you be.

Svo er það elsku stelpurnar í Aktu Taktu ... dö já ég vil láta opna fyrir mig litla kók í gleri, ég nefnilega kann ekki að drekka flöskuna með tappanum á. HA viltu tómatsósu líka ??? Með hverju átti pylsan eiginlega að vera ??? Svo hefur maður fengið 2 Pepsi með pylsutilboði í stað 1 Pepsi. Og fullt, fullt af öðrum skrítinni þjónustu.

Fyrir svona 6 árum síðan, þá vann ég í síðasta sinn í sjoppu og ég get svo svarið það að ég var ekki SVONA ókurteis, dónaleg og útúr heiminum. Mér var nefnilegt kenndir mannasiðir í æsku.

Jæja plöggandi blaður búið í bili

föstudagur, janúar 14, 2005

Fyndið

Ég var að sjá það núna að 4. mars 2004 þá hef ég búið til þessa bloggsíðu og svo ekki gert neitt meira. Ég var að rifja upp að ég skildi ekki hvernig blogger.com virkaði. Me so stupid then ... nei nei óþolinmæðin var alveg að fara með mig á þeim tíma. Gat ekki gefið mér tíma í neitt. En ég fatta þetta núna í dag. Enda er ég með aðra blogger síðu sem er leyndó og verður örugglega bara leyndó. ;) Og svo var ég eitthvað að skrifa á blog.central en var eiginlega að leggja hana niður í dag. Svo mikið bull á henni og svo finnst mér hún svo hægvirk.
En hérna ætla ég að plögga niður mínum skoðunum ....
kveðja, plögggaragellan í ritstuði

Komin aftur ...

Hæ hæ ... Gellan er bara byrjuð í ræktinni núna þessa dagana. Búin að vera tala um að byrja í marga mánuði eða ár. Og loksins skruntaðist ég af stað. Rosalega er þetta nú gott ... fín útrás og bara gott að hreyfa sig....
Tími til komin að taka upp nýjan lífstíl ....

Tilraun 2.

Jæja tilraun 2. í bloggeríi.....