mánudagur, mars 05, 2007

Tónleikar

Margt hefur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast. Fyrst er rétt að byrja á nýrri upplifun. Í gær sunnudag 4. mars þá bættist enn eitt árið við aldur minn húrrí. Annars eftir Gellan varð 30 sko þá eru afmælin einhvern veginn svona lítilsháttar, en það er gaman að gera sér dagamun í því tilefni og það gjörði ég í gær. Fór fyrst í kaffi hjá tengdó, tróð magann þar út af góðgæti. Svo var brunað í bæinn aftur, skellt sér í betri gallann og farið út að borða á Tapas með vinkonunni "Samantha Jones" öðru nafni. Fékk mér þar fína 3 Tapas rétti, bumban orðin enn stærri. Svo var skellt sér á tónleika í Háskólabíó með prinsessu rafpopps Émilie Simon, sem er frönsk söngkona. Hér er hægt að kíkja á síðu hennar
Fyrst hélt ég að mín væri komin á einhvern gjörning, því meðlimir í hljómsveit hennar voru vægast sagt mjög furðulegir í byrjun, sérstaklega galdrakarlinn. En vá æðisleg rödd og frábærir tónleikar. Mjög svo menningarlegt, núna er víst frönsk menningarhátíð í gangi. "Franskt vor"
Mín þakkar bara kærlega fyrir sig. Skemmtilegur dagur í lífi 30+ gellu :)