sunnudagur, maí 28, 2006

Flutningur

Þessa dagana er gellan að pakka, pakka ofaní poka, kassa og þess háttar. Því nú skal flutt eftir nokkra daga. Ekki ætlum við nú að fara langt, rétt svona 1 km í burtu frá núverandi heimili. Loksins loksins þá erum við að flytja í stærra húsnæði, semsagt herbergi fyrir báðar heimasæturnar. Mikil gleði ríkir á heimilinu núna, enda eldri stúlkan orðin óþreyjufull eftir að fá sitt eigið herbergi.
Úr háloftunum (9.hæð) skal flutt niður á jarðhæð, sem er með stórum stórum garði, allavega voru heimasæturnar búnar að mæla það út, að þarna væri hægt að vera með RISA trampólín. Smá pallar er í garðinum, þá verður hægt að halda dýrindis grillveislur ;) Ætli maður setji ekki líka smá sandkassa handa litla stubbinum sínum næsta sumar. Jæja best að halda áfram að pakka, líma, skrifa, selja og henda.
Over & out Gellanster

Ferming yfirstaðin


jæja nú er aldeilis þörf fyrir mig að update-a bloggið mitt. Eftir langan, strangan undirbúning sem fólst í óteljandi keyrslur úti bæ að skoða fatnað, skraut og ýmiskonar dúllerí þá fermdist frumburðinn minn hún Katrín Ósk þann 17. apríl 2006. Haldin var 120 manna veisla í félagsheimilinu Fólkvangi, Kjalarnesi. Tókst veislan með ágætum, það var boðið upp á dýrindis mat og fínar kökur í eftirrétt. Allavega þá var stúlkan ánægð með daginn sinn. Og hefur nú breyst úr krakka í unga stúlku. Læt hér fylgja með fermingarmynd af henni fyrir ykkar til að berja augun á ;)