þriðjudagur, janúar 16, 2007

Sumarið 2006

Hvað skal segja um sumarið 2006 ... það var stundum heitt og þá var veðrið notað til að púla í garðinum, ég semsagt fúavarði pallinn og eitt stk. RISAgrindverk. Uppskar af því smá brúnku, þá verður maður líka voða sætur.
Og svo fluttum við eins og ég var búin að nefna. Katrín byrjaði í unglingavinnunni, og var einnig að bera út Moggann og múttan bar út með henni oftast. Ágætis hreyfing , um að gera að koma sér í smá form áður en þurfti að mæta aftur í vinnu. Stelpurnar dvöldu á Grundarfirði hjá ömmu sinni í einhverja vikur. Katrín var reyndar lengur en Jóhanna, þar sem Hanna litla fór í sumarbúðir skáta. Það var víst geggjað gaman. Katrín var líka send í sumarbúðir síðla ágústmánaðar, hún var ekki svaðalega hrifin af því að þurfa fara ein. En vá stúlkan sem kom til baka frá sumarbúðunum var með sólskynsbros marga hringi og breytt unglingsstúlka.
Svo lauk sumrinu þegar skólarnir byrjuðu. Þetta var alveg ágætis sumar, soltið blautt oft á tíðum en alveg ágætis sumar.

Gleðilegt nýtt ár

uss uss allt of langt síðan ég bloggaði síðast. Nú verður að bretta upp ermarnar og fara segja sögur he he ... ég meina sko hvað við famelían höfum verið að gera.