mánudagur, nóvember 28, 2005

KLUKK

Dem ég var klukkuð ... en here goes eitthvað bull um mig.

núverandi tími: 22:57
núverandi föt: Náttbuxur, bolur
núverandi skap: Alveg prýðilegt
núverandi hár: Rosa flott gellugreiðsla
núverandi pirringur: biðpirringur
núverandi lykt: Flower
hlutur sem að þú ættir að vera að gera núna: Sennilega að hvílast
núverandi skartgripir: Hálsmen, úr og 1 armbönd
núverandi áhyggjur: jóla – hvað
núverandi löngun: að eignast krílið bráðlega takk
núverandi ósk: ný og gelluleg föt
núverandi farði: látum okkur sjá, smá meik, maskari, eyeliner, kinnalitur og augnskuggi.
núverandi eftirsjá: Humm...... hugs... ehhh .... engin
núverandi vonbrigði: held ekkert
núverandi skemmtun: eiginlega engin þessa dagana
núverandi ást: krúttlega fólkið mitt
núverandi staður: heimavinnandi
núverandi bíómynd: blehh .. .engin
núverandi íþrótt: lull í kringum húsið
núverandi tónlist: það sem er í boði hverju sinni af útvarpsstöðvunum
núverandi blótsyrði: ansk...
núverandi msn manneskjur: same old same old
núverandi desktop mynd: Blár skjár með DELL merki
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Var á $ fundi áðan ... núna fara lesa markaðsmál ;)
núverandi dót á veggnum: myndir, spegill og fullt af allskonar dóti

laugardagur, nóvember 26, 2005

Kúlubúinn


Bara varð að setja inn þessa mynd af kúlunni minni. Lítl og nett já ... en hérna inni er nýjasti meðlimur gellufjölskyldunnar. Það fer óðum að styttist í komu litla krílisins. Núna eru 8 dagar í áætlaðan fæðingardag. Síðasti vinnudagur minn var 14. nóvember, en þá fannst lækninum mínum ég búin að tuska mér út nógu mikið. Enda orðin voða lúin kona. Það er soltið skrítið að venja sig á að vera heima bara. Stundum er ég bara að stara uppí loftið og hugsa um hvað gæti ég nú gert í dag. Það verður svosem nóg að gera þegar litla krílið mitt kemur í heiminn. Ég er ein af þeim sem verður frekar eirðarlaus ef ég hef ekkert að gera. Kanski er það eitthvað sem ég ætti að læra , eða nei það heillar mig ekki sú tilhugsun að liggja bara í bælinu allan daginn og stara upp í loftið. Þó svo ég sé búin að gera slatta af því eftir ég varð heimavinnandi, þ.e.a.s leggja mig svona reglulega ;) voða nice !! Það er víst eitthvað sem ég á að vera gera áður en átökin byrja að koma krílin út. ÍKKKSSSS ..... smá nettur kvíði fyrir því ... væri sko alveg til í einn keisara eða svo, já miklu frekar. En ég verð bara að harka af mér og vera dugleg stelpa. Jæja nóg af blaðri í dag.
Ein í biðstöðu

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Tennur

Fór til tannsa í dag sem er svosem ekkert merkilegt nema hvað .... búin að vera drepast í túllanum í marga daga. Laumaði mér til tannsa á mánudaginn síðasta vegna tannrótarbólgu, ái smá pínu vont sko. En almáttugur, tannsinn gramsar eitthvað í ónýtu tönnunni minni og lokar svo. Segir mér því næst að taka inn 3 sýklalyfstöflur á dag, og hafa samband við sig ef einhver titringur lætur á sér kræla í tannholdinu. Ha titringur já ok geri það. Skunda svo heim, voða ánægð, nú myndi mér batna í tannholdinu. EN nei það gerðist ekki, vaknaði á þriðjudagsmorgunn eins og ég hefði verið kýld margsinnis í neðra kjálka. Ekki fögur sjón það. Hef kvalist heiftarlega útaf þessarri bólgu, en fann ekki þennan slátt eða titring. En allavega hringdi í tannsann minn og hann sagði mér að koma í dag til sín og hann myndi tappa af bólgunni. Hmmm... ok dreif mig á staðinn. Fyrsta sem hann segir er, já ég sé að báðar kúlurnar stækka ört. Það er að segja bumbukrúttið mitt og kúlan á andlitinu. Þó svo mér finnist nú bumban mín fallegri en grey andlitið. En hann gerði þarna einhverjar tannsakúnstir. Ó vá hvað mér leið miklu betur á eftir, þ.e.a.s í munninum. Sveif heim á bleiku skýi og beint í ísskápinn, ohh svo gott að geta fengið sér að borða án kvala. Ummmm namm ... verð nú líka að næra litla krílið mitt líka. Sem ég hef ekki getað gert aðmennilega undanfarna daga, því miður.
Þetta ætti að kenna mér að hugsa betur um tönnslurnar mínar. Og svo er ég alveg einstaklega lagin við það að drífa mig til læknis þegar í óefni er komið. Stór galli sem reyndar er hægt að laga. Jebbsss set það á lagfæringar file-inn minn.
Atriði nr. 28. Gellan verður að læra fara FYRR til læknis. ;)

Over and out