mánudagur, janúar 30, 2006

BARA 2 %

Uss uss ég hef heimsótt allt of lítið af öðrum löndum. Núna næstu árin verður maður að taka upp skónna og ferðast meira erlendis. Og hana nú :)




create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Hvernig tröll ert þú ??



Íþróttaálfur


Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.


Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.



"Áfram Latibær, I'll be back!"



Hvaða tröll ert þú?

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár !!!

Soltið síðan ég hef ritað eitthvað hérna. Gellan er bara upptekin við ungbarnið, sem kom í heiminn þann 16.desember s.l. Og okkur til mikillar gleði þá fenguð við lítinn sætan dreng sem var 15 merkur og 53 cm. Hann er ósköp ljúfur og góður. Við erum búin að skíra líka, hann var skírður þann 25. desember í Kirkjuvogskirkju, Hafnir(Reykjanes) voða krúttleg lítil kirkja. Prinsinn litli hlaut nafnið Grétar Karl.
Annars er Gellan að velta því fyrir sér hvort hún eigi að lengja fæðingarorlofið sitt, núna finnst mér of snemmt að fara vinna aftur í október n.k. Ég væri alveg til í að byrja vinna bara í desember eða janúar 2007. Nú þegar er ég búin með 1 mánuð af fæðingarorlofinu og á 8 mánuði eftir. Djí hann er svo lítill ennþá stubburinn minn.
Jæja pæli í þessu í nokkra daga og tek svo ákvörðun.

Over and out
Gellan