sunnudagur, júlí 16, 2006

Gamall staður kvaddur


VIÐ ERUM FLUTT. Jibbí jibbí jey. Við fluttum 3. júní s.l mér til mikillar ánægju. Sé reyndar gamla staðinn útum stofugluggann. Minningarnar blasa við. En so what, bý bara til nýjar og skemmtilegar minningar á nýja staðnum. Segi bara bless bless við gamla staðinn, sem geymir bæði góðar og slæmar minningar. Hér eftir verða bara ;) (hopefully) skapaðar góðar minningar.
túlílú Húsahverfi

sunnudagur, maí 28, 2006

Flutningur

Þessa dagana er gellan að pakka, pakka ofaní poka, kassa og þess háttar. Því nú skal flutt eftir nokkra daga. Ekki ætlum við nú að fara langt, rétt svona 1 km í burtu frá núverandi heimili. Loksins loksins þá erum við að flytja í stærra húsnæði, semsagt herbergi fyrir báðar heimasæturnar. Mikil gleði ríkir á heimilinu núna, enda eldri stúlkan orðin óþreyjufull eftir að fá sitt eigið herbergi.
Úr háloftunum (9.hæð) skal flutt niður á jarðhæð, sem er með stórum stórum garði, allavega voru heimasæturnar búnar að mæla það út, að þarna væri hægt að vera með RISA trampólín. Smá pallar er í garðinum, þá verður hægt að halda dýrindis grillveislur ;) Ætli maður setji ekki líka smá sandkassa handa litla stubbinum sínum næsta sumar. Jæja best að halda áfram að pakka, líma, skrifa, selja og henda.
Over & out Gellanster

Ferming yfirstaðin


jæja nú er aldeilis þörf fyrir mig að update-a bloggið mitt. Eftir langan, strangan undirbúning sem fólst í óteljandi keyrslur úti bæ að skoða fatnað, skraut og ýmiskonar dúllerí þá fermdist frumburðinn minn hún Katrín Ósk þann 17. apríl 2006. Haldin var 120 manna veisla í félagsheimilinu Fólkvangi, Kjalarnesi. Tókst veislan með ágætum, það var boðið upp á dýrindis mat og fínar kökur í eftirrétt. Allavega þá var stúlkan ánægð með daginn sinn. Og hefur nú breyst úr krakka í unga stúlku. Læt hér fylgja með fermingarmynd af henni fyrir ykkar til að berja augun á ;)

föstudagur, mars 03, 2006

Sniðugt

Já sniðugt þetta próf ... ég er semsagt næstum því samkvæm mínum aldri þar sem ég verð nú 32 ára á MORGUN!! Var að panta borð svo ég og kallinn getum farið út að borða í tilefni dagsins. En ég verð nú bara að segja það að mér finnst engin breyting á mér. Komin á fertugsaldurinn og svona. Neibbs still 20 something at heart. Voða fínt að vera bara 29 þar til ég verð 39 hahahhahaha

Hversu gömul er ég ???




You Are 29 Years Old



Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.



13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.



20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.



30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!



40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Leikur

Nú ætla ég að taka þátt í leik sem hefur farið útum allt á netinu en hann er semsagt svona:

Þú skráir þig s.s. í skoðanir og ég:


Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig.
Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
Ef þú lest þetta þá verðurðu að setja þetta á bloggið þitt...

p.s Það er að segja ef þið þorið í svörin mín til ykkar hehehhehehe

mánudagur, janúar 30, 2006

BARA 2 %

Uss uss ég hef heimsótt allt of lítið af öðrum löndum. Núna næstu árin verður maður að taka upp skónna og ferðast meira erlendis. Og hana nú :)




create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Hvernig tröll ert þú ??



Íþróttaálfur


Þú ert vanaföst, yfirveguð félagsvera.


Arnold Schwarzenegger er vanaföst, yfirveguð félagsvera. Það er því ekki leiðum að líkjast. Íþróttaálfurinn býr sko ekki í Latabæ (LazyTown TM). Hann tekur til fótanna, án þess að vera að missa af strætó og þótt enginn sé að elta hann. Hann er hrókur alls fagnaðar í heita pottinum og er jafnvígur í flugsundi og að troða marvaða. Rétt eins og Tortímandinn er íþróttaálfurinn marksækinn og staðfastur. Ekkert fær hann stöðvað.



"Áfram Latibær, I'll be back!"



Hvaða tröll ert þú?

Nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár !!!

Soltið síðan ég hef ritað eitthvað hérna. Gellan er bara upptekin við ungbarnið, sem kom í heiminn þann 16.desember s.l. Og okkur til mikillar gleði þá fenguð við lítinn sætan dreng sem var 15 merkur og 53 cm. Hann er ósköp ljúfur og góður. Við erum búin að skíra líka, hann var skírður þann 25. desember í Kirkjuvogskirkju, Hafnir(Reykjanes) voða krúttleg lítil kirkja. Prinsinn litli hlaut nafnið Grétar Karl.
Annars er Gellan að velta því fyrir sér hvort hún eigi að lengja fæðingarorlofið sitt, núna finnst mér of snemmt að fara vinna aftur í október n.k. Ég væri alveg til í að byrja vinna bara í desember eða janúar 2007. Nú þegar er ég búin með 1 mánuð af fæðingarorlofinu og á 8 mánuði eftir. Djí hann er svo lítill ennþá stubburinn minn.
Jæja pæli í þessu í nokkra daga og tek svo ákvörðun.

Over and out
Gellan