þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ættarmótið

Fór á ættarmót um helgina. Hin fjölbreytilega móðurfjölskylda mætti í Skagafjörðinn með glampa í augum. Mótið var haldið á Steinstöðum í Lýtingsstaðahrepp, Skagafirði. Gist var bæði í gamla grunnskólanum mínum sem er búið að breyta í gistiheimili núna. Vá ekkert smá skrítið að koma inn í hann, hef ekki stigið þar fæti síðan vorið 1989 þegar ég lauk minni 9 ára skólagöngu þar. Margar skemmtilegar minningar þyrluðust upp he he he já það var gaman að vera krakki án fullorðins áhyggja líkt og í dag. Jæja eitthvað af liði gisti í skólanum þar á meðal ég, hinir plöntuðu sér á tjaldstæðið við hliðina á skólanum. Þetta var alveg ljómandi fín helgi. Eitt brúðkaup eða svo átti sér stað á laugardeginum. Aha móðir mín kær og sambýlismaður hennar til margra margra ára giftu sig á sérstakan hátt á tjaldstæðinu. Voru þau búin að leigja sér tjaldvagn og fyrir framan hann var búið til altari með stórum flottum kertum, sólblómum, lagður dúkur að hurðargættini (þar sem sérann stóð) og settur pallur fyrir þau til að krjúpa á. Þetta var mjög falleg og sérstök athöfn. Þarna sér maður að það er ekkert nauðsynlegt að gifta sig í kirkju, útibrúðkaup geta líka verið sérstök og falleg. Ég segi bara TIL HAMINGJU BRÚÐHJÓN!!
Sameiginleg matarveisla var svo um kvöldið haldin í félagsheimilinu, þar sem 4 niðjar borðuðu, eða bleikur, blár, rauður og gulur eða það eru litirnar á bolunum sem við gengum í um helgina. Við vorum fagurbleik og flott. Farið var í hina ýmsu leiki, þar á meðal brugðið á leik með hinum nýgiftu brúðhjónum.
Þetta ættarmót fór friðsamlega fram að þessu sinni. Ólíkt ættarmótinu sem haldið var fyrir 5 árum síðan, þá var mikil ölvun og slagsmál á milli feðga og sitt hvað fleira bilað.
OVER & OUT
Gellan (bara nokkuð ánægð með crazy famelíuna)