sunnudagur, október 23, 2005

Óþolandi nágranninn

*urr* Ég á óþolandi nágranna. Í 5 ár sem ég hef búið hér þá hef ég átt óþolandi nágranna kerlingu. Hún býr fyrir neðan mína íbúð. Og alltaf þegar henni hentar þá spilar hún óþolandi leiðinlega tónlist HÁTT !!! Nokkrum sinnum í gegnum árin hef ég hringt í Lögregluna til að stöðva hávaðamengunina. Og ég veit fyrir víst að hún er á síðasta séns. En nei ekki aftrar það henni að spila háa leiðinlega tónlist. Nú er bæði ég og yngri dóttir mín glaðvakandi af hennar völdum. Getum ekki sofnað fyrir tónlistinni. *ARRRGGGG* Vonandi kemur löggumann og stöðvar þetta gól bráðlega. Hringdi í drykkfellda kerlinguna áðan og bað hana vinsamlegast að lækka ... en nei það gjörir hún ekki. Því var næsta ráð að hringja enn einu sinni í Lögregluna, vona bara að hún hafi ekki of mikið að gera núna.

Einu sinni þá kom lögreglan til að stöðva hávaðann þá var karlinn sem hún var með þá búin að grýta út sjónvarpinu og fleiru niður af svölunum. Vóhh hún býr sko á 8. hæð. Bilað veikt fólk!!

Ég er að hugsa um að skrifa hennar nokkrar vel valdar línur og setja í póstkassann hennar. Illa augnaráðið sem hún fær frá mér þegar ég mæti henni niðri dugar víst ekki.

föstudagur, október 14, 2005

Skamm skamm stelpa

Var nýlögð á stað í vinnu í morgunn þegar ég fékk símtal. Sæl hvað segirðu. Bara allt ágætt. Heyrðu hringdi X í þig í gærkveldi. Já reyndar gerði x það. Sko Guðný ég varð bara að taka málin í mínar hendur vegna þess stundum hugsarðu ekki málin til enda sagði áhyggjufullur verðandi faðir. Ehh já ég veit ehhh .. ég ætlaði sko ... sko ... ehhh ... *andvarp* Sko Guðný þegar þú skuldar 50 þús þá finnst þér þú verða borga 500 þús. ehhh já ég veit. Nú verður gengið í símamálin í dag og hana nú. Og svo er bara allt í lagi að biðja um aðstoð, ég veit þú átt í vandræðum með að biðja um það, sjálfstæðis púkinn þú. Ehh já ég veit. Ok takk !!

Uppbyggileg gagnrýni. Þar sem ég hef í gegnum tíðina verið alveg einstaklega þrjósk, brjálæðislega sjálfstæð, ekki kunnað að biðja um hjálp eða ekki þorað. Þá hefur gagnrýnin hans hjálpað mér smátt og smátt að yfirstíga bilaða sjálfstæðis hugsun. En ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að brjóta niður þykku veggina sem ég hef umlukið mig í gegnum tíðina.
Eitt af því sem ég hef passað eins heitan eld er að opinbera mig ekki, lok, lok og læs, allt í stáli. Reynt að halda ákveðni fjarlægð milli mín og annars fólk. En finnst tímabært að opna smátt og smátt MIG. Batnandi fólki er best að lifa. Kanski er þetta aldurinn, þroskinn eða bara eitthvað annað. Hver veit.

fimmtudagur, október 13, 2005

Leigubílstjórinn ég ....

Stundum finnst mér ég vera eins og leigubílstjóri nema hvað ég fæ ekki greitt fyrir minn akstur. Svona myndi til dæmis ein vika líta út hjá mér (púff) mánudagur; keyra í vinnu, úr vinnu, skutla yngri dóttur á fund, sækja dóttur, bíða í 40 mín, eldri dóttir fund, keyra heim, sækja eldri dóttur.
Þriðjudagur; Vinna, keyra eldri dóttur í jazzballet, keyra heim, keyra yngri dóttur í skáta, sækja eldri dóttur í jazzballet, keyra heim, sækja yngri dóttur í skáta og keyra þá eldri í eitthvað ungmenna félagstarf, fara heim, sækja eldri dótturina.
Svo kemur þakklát pása á miðvikudögum. *ahhhhhh*
Fimmtudagur; ja bara ein keyrsla þar með unglinginn í djazzballet.
Föstudagur: Pása.

Hmm… þetta er nú kanski ekki svo slæmt, allur aksturinn gæti dreifst yfir á hina daga. Kanski bara best að rumpa þessu af og eiga svo dágóðar pásur hina dagana. Já sé það núna.
En ég hugsa að ég verði nú að ota að þeim gula bílnum (strætó) bráðlega, ekki get ég nú verið að skutlast hingað og þangað þegar kúlubúinn lætur sjá sig.

Þetta er svona eins og amerískur fótboltamömmufílingur .... skutla hingað og skutla þangað.

miðvikudagur, október 12, 2005

ÆÐRULEYSI

"Ég tala um starfsfélaga/félaga vegna þess ég vil ekki tilnefna það hvort þetta sé karlkyns eða kvenkyns."


Að sýna æðruleysi. Íslensk hugtök lýsa því sem að sýna kjark, láta hugfallast til dæmis.

Allavega ég leitað til æðruleysis á hinum ýmsu stundum í lífinu þó sérstaklega síðast liðið eitt og hálft ár. Hvers vegna ? Ja líklegast vegna þess að æðruleysi veitir manni hugarró.

Núna til dæmis verð ég að beita MIKLU æðruleysi gagnvart starfsfélaga. Í gær bað ég fyrir þessarri tilteknu manneskju og fór með æðruleysisbænina nokkrum sinnum.

Stundum hefur mig langað til að sveifla upp handtöskunni minni og dúndra í félagann. Athuga hvort heilahvolið hrökkvi í samband aftur. Mér virðist nefnilega stundum eins og það vanti eitthvað þarna uppí skrúfstykkinu. Hversu oft þarf maður að segja fólki sama hlutinn aftur og aftur.

Ok þú ert að læra eitthvað nýtt, enginn býst við því að þú lærir þetta einn, tveir og tíu. En það eru takmörk fyrir hversu tregt fólk er. Ekki tel ég sjálfa mig SUPERGÁFAÐA en það tekur mig ekki marga marga marga mánuði að læra eitthvað nýtt. Þar kemur sterkt inn æðruleysi í þolinmæði.

Ofaná lærdómstregan þá blandast inní þetta yfirgangur og ruddalegur talsmáti ein staka sinnum. Já "hmmm" ég myndi telja mig með mjög hátt stig af þolinmæði gagnvart öðru fólki. Vil hafa alla góða í kringum mig og ekki mikið fyrir það að koma öllu í uppsteit.
En nú er þolinmæði mín á þrotum eins og gerist eftir langan langan tíma hjá mér. Ég líð það ekki endalaust að vaðið sé yfir mig á skítugum skónum, og tekið fram fyrir mín verk að eigin frumkvæði. Mér finnst nú lágmark að ég biðji um aðstoð ef ég þarf á því að halda eins og ég geri nú gjarnan í dag. Hef lært það að það er í besta lagi að biðja um hjálp. En mér finnst algjör óþarfi að framkvæma mína vinnu á bak við mig. Sem kemur svoleiðis út að þegar ég ætla vinda mér í að vinna þetta verk og tala við annan aðila þá er þessi tiltekni starfsfélagi búin að því "behind my back" og ég geri mig að fífli.
"URR"
Þar sem ég ekki marga daga eftir í vinnu áður en ég fer í langa langa fríið, þá tók ég uppá því að biðja fyrir félaganum og nota stórann skammt af ÆÐRULEYSI.

Ég get ekki breytt manneskjunni, en ég get fengið æðruleysi og kjark til að breyta því sem ég get breytt til dæmis með því að vera æðrulaus. Því pirringur fer verst með mig.
Það virðist vera að þessi tiltekni starfsfélagi hefur enga hugmynd um hvers konar framkomu er beytt af félaganum sjálfum.

Æðruleysi!! Vil síður beita handtöskunni 