föstudagur, október 14, 2005

Skamm skamm stelpa

Var nýlögð á stað í vinnu í morgunn þegar ég fékk símtal. Sæl hvað segirðu. Bara allt ágætt. Heyrðu hringdi X í þig í gærkveldi. Já reyndar gerði x það. Sko Guðný ég varð bara að taka málin í mínar hendur vegna þess stundum hugsarðu ekki málin til enda sagði áhyggjufullur verðandi faðir. Ehh já ég veit ehhh .. ég ætlaði sko ... sko ... ehhh ... *andvarp* Sko Guðný þegar þú skuldar 50 þús þá finnst þér þú verða borga 500 þús. ehhh já ég veit. Nú verður gengið í símamálin í dag og hana nú. Og svo er bara allt í lagi að biðja um aðstoð, ég veit þú átt í vandræðum með að biðja um það, sjálfstæðis púkinn þú. Ehh já ég veit. Ok takk !!

Uppbyggileg gagnrýni. Þar sem ég hef í gegnum tíðina verið alveg einstaklega þrjósk, brjálæðislega sjálfstæð, ekki kunnað að biðja um hjálp eða ekki þorað. Þá hefur gagnrýnin hans hjálpað mér smátt og smátt að yfirstíga bilaða sjálfstæðis hugsun. En ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að brjóta niður þykku veggina sem ég hef umlukið mig í gegnum tíðina.
Eitt af því sem ég hef passað eins heitan eld er að opinbera mig ekki, lok, lok og læs, allt í stáli. Reynt að halda ákveðni fjarlægð milli mín og annars fólk. En finnst tímabært að opna smátt og smátt MIG. Batnandi fólki er best að lifa. Kanski er þetta aldurinn, þroskinn eða bara eitthvað annað. Hver veit.

Engin ummæli: