miðvikudagur, október 12, 2005

ÆÐRULEYSI

"Ég tala um starfsfélaga/félaga vegna þess ég vil ekki tilnefna það hvort þetta sé karlkyns eða kvenkyns."


Að sýna æðruleysi. Íslensk hugtök lýsa því sem að sýna kjark, láta hugfallast til dæmis.

Allavega ég leitað til æðruleysis á hinum ýmsu stundum í lífinu þó sérstaklega síðast liðið eitt og hálft ár. Hvers vegna ? Ja líklegast vegna þess að æðruleysi veitir manni hugarró.

Núna til dæmis verð ég að beita MIKLU æðruleysi gagnvart starfsfélaga. Í gær bað ég fyrir þessarri tilteknu manneskju og fór með æðruleysisbænina nokkrum sinnum.

Stundum hefur mig langað til að sveifla upp handtöskunni minni og dúndra í félagann. Athuga hvort heilahvolið hrökkvi í samband aftur. Mér virðist nefnilega stundum eins og það vanti eitthvað þarna uppí skrúfstykkinu. Hversu oft þarf maður að segja fólki sama hlutinn aftur og aftur.

Ok þú ert að læra eitthvað nýtt, enginn býst við því að þú lærir þetta einn, tveir og tíu. En það eru takmörk fyrir hversu tregt fólk er. Ekki tel ég sjálfa mig SUPERGÁFAÐA en það tekur mig ekki marga marga marga mánuði að læra eitthvað nýtt. Þar kemur sterkt inn æðruleysi í þolinmæði.

Ofaná lærdómstregan þá blandast inní þetta yfirgangur og ruddalegur talsmáti ein staka sinnum. Já "hmmm" ég myndi telja mig með mjög hátt stig af þolinmæði gagnvart öðru fólki. Vil hafa alla góða í kringum mig og ekki mikið fyrir það að koma öllu í uppsteit.
En nú er þolinmæði mín á þrotum eins og gerist eftir langan langan tíma hjá mér. Ég líð það ekki endalaust að vaðið sé yfir mig á skítugum skónum, og tekið fram fyrir mín verk að eigin frumkvæði. Mér finnst nú lágmark að ég biðji um aðstoð ef ég þarf á því að halda eins og ég geri nú gjarnan í dag. Hef lært það að það er í besta lagi að biðja um hjálp. En mér finnst algjör óþarfi að framkvæma mína vinnu á bak við mig. Sem kemur svoleiðis út að þegar ég ætla vinda mér í að vinna þetta verk og tala við annan aðila þá er þessi tiltekni starfsfélagi búin að því "behind my back" og ég geri mig að fífli.
"URR"
Þar sem ég ekki marga daga eftir í vinnu áður en ég fer í langa langa fríið, þá tók ég uppá því að biðja fyrir félaganum og nota stórann skammt af ÆÐRULEYSI.

Ég get ekki breytt manneskjunni, en ég get fengið æðruleysi og kjark til að breyta því sem ég get breytt til dæmis með því að vera æðrulaus. Því pirringur fer verst með mig.
Það virðist vera að þessi tiltekni starfsfélagi hefur enga hugmynd um hvers konar framkomu er beytt af félaganum sjálfum.

Æðruleysi!! Vil síður beita handtöskunni 

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðruleysi er svo sem ágætt, svo langt sem það nær. En ég held samt að ég myndi bara láta helvítis handtöskuna vaða. Kannski spurning um að nota frekar símaskrá eða tölvuskjá (djöfull er þetta flott innrím hjá mér), svona til að fá þetta skráð sem vinnuslys en ekki eitthvað annað. Ef viðkomandi tekur svo ekki svona smávægilegum hintum eins og tölvuskjá í hnéskeljarnar eða símaskrá í barkakýlið þá er kannski spurning um að fara að beita hörku. Það eru nefnilega líka takmörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér.

Nafnlaus sagði...

Öll gagnrýni á rétt á sér að mínu mati. Spurningin er bara hvaða vettvangur séu réttur fyrir hana og gagnrýni fer best þegar hún er uppbyggileg. En ég hef líka kynnst æðruleysishugtakinu nokkuð vel og er ekki alveg viss hvort mér finnist rétt með það farið hér.
Af vinsemd. Helga Sigurrós

Unknown sagði...

Já gagnrýni á rétt á sér. Kanski er þetta ekki réttur vettvangur. En engin nöfn eru nefnd í grein minni. Sjálf hef ég fengið gagnrýni og hef nýtt mér hana til góðs, og til uppbyggingar.
Æðruleysi varðandi þetta ákveða tilvik er hugsað útfrá því að ég get ekki breytt manneskjunni bara breytt hvernig ég móttek aðstæður.

p.s Skrifin mín eru ekki ritskoðuð af mér áður en þau birtast á vef ... spurning um að gera það EÐA ekki ;)

Nafnlaus sagði...

Ritskoðun er ljótt orð sem á alltaf að ritskoða

Nafnlaus sagði...

sammála ritskoðun er ljótt orð hehehehe