miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Landsmót skáta í júlí



Þann 23. júlí s.l þá fór Gellan ásamt dóttur sinni (sem er í skátafélaginu Hamar Grafarvogi) og bróður hennar á Landsmót skáta. Farið var snemma á fætur þennan dýrindis laugardagsmorgunn og sinnt erindum áður en lagt var af stað úr mengaðri borginni. Vá þvílíkur hiti var gjörsamlega að kæfa ferðalangana. Mótið var haldið á Úlfljótsvatni, og þegar þangað var komið var Gellan nánast niðurkomin af hitasting einungis klædd þunnum bómullarkjól (ásamt tilheyrandi nærfatnaði auðvitað) með litlu sætu kúluna sína út í loftið og arkaði þar um svæðið í kjólnum og þunnum sandölum, gjörsamlega að kafna úr hita.
Það má segja að þetta hafi verið heitasti dagur sumarsins. Allavega náði Gellan í einhverja brúnku ííhaaa.... Stórskemmtilegur dagur !!

Óheppni greindist smávegis hjá vinkonu Gellunar ... já já hún Sexý tillti lauslega annarri rasskinni á plaststól sem fastur var við útileguborð Gellunnar og hrundi það niður og brotnaði. Greyið Sexý datt á einhverja hæla í jörð og uppskar ljóta og óþægilega marbletti. Og ekki er nú sagan öll því hún skaðbrenndist í andliti og hefði þurft að fara á slysó eftir helgina með einhvers stigs bruna því húðin á einhverjum hluta andlitsins byrjaði að flagna af. Mjög sársaukafullt sagði hún. Æ greyið stelpan.

En þetta var hlý og skemmtileg helgi fyrir alla.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

RSS Feeds Available from WAVY.COM
What is RSS? RSS is an easy way to get the news you want whenever it is updated.
Cool blog! And thanks for the info.

I've got a site too, on
href="http://www.chihuahua-care-secrets.com">chihuahuas in millerstown pa
. It's all about
chihuahuas in millerstown pa.

Feel free to check it out :)