föstudagur, febrúar 20, 2009

Update


2008 seinni partur update.
Ekki hefur nú ræst úr atvinnumöguleikum mínum, jaa hvað skal segja yfir því. Ég hafði vonast til að finna mér vinnu eftir að litlan mín byrjaði í leikskóla í ágúst BUT what happens. Ísland rennur á rassgatið og allt fer til helv....
Þetta er nú samt ekki allt alslæmt því ég innritaði mig í meira nám. Haustið 06 byrjaði ég að taka bóklegar greinar í fjarnámi. Fannst tími til komin að ljúka (once and for all) stúdentinn, þó fyrr hefði verið. Allavega hafði verið að taka 1-2 fög á hverjum vetri þar til s.l haust þá hóf nám í bókasafns/upplýsingatækni í Borgarholtsskóla. Þetta er 5 anna nám sem kennt er í dreifnámi. Samhliða þessu er ég í kvöldskóla FB að taka almennu fögin.
Mér gengur bara þokkalega vel, (smá egó) ég svo sem vissi það alveg að ég gæti lært þó svo árangur eftir 10. bekk hafi ekki verið glæsilegur (útsk. nennti ekki að læra :þ)

Myndin sem fylgir er eftir mig. Hún er gerð í Illustrator, eitt afþví sem ég er að læra í vetur Sjónlist.

ciao,
G.

Destroy

Já ég gerðist svo kræf að ég eyddi blogginu mínu á mbl. enda var þessi blogg tilraun mín svo gjörsamlega "hopeless"  
Einhvern veginn kann ég betur við mig hér, eitthvað svo óíslenskt ;)

En þar sem ég hef verið í blogg pásu þá er hugurinn orðinn stútfullur af ýmsum sögum :)

pósta bráðum einni nýrri.

ciao,
G.

Vetrarblaður - maí 2008

Mikið svakalega er ég fegin að það sé komið 1/2 sumar ... var orðin dáltið rykuð enda sést það greinilega á bloggþurrki mínum.  Verð bara eins og bangsi sem leggst í dvala og heyrist ekki í langan tíma.  Well þetta er nú búið að vera meiri veturinn þ.e.a.s eftir áramótin.  Endalaus veikindi á litlu krílunum, held nú að ég sé búin að standa mig vel í hjúkku hlutverkinu ;)  En það fer nú að sjá í endann á því bráðum, stráksi minn nýbúinn í nefkirtlatöku og litlan mín á leiðinni í soleis + rör í annað eyrað.  Semsagt seinni hluti veturs fór í það að snýta nef, bera krem á hlaupabólu börnin mín, vöku nætur vegna eyrnabólgu og fleira.

Eftir langan dvala í vetur og búin að vera meira og minna heimavinnandi síðan desember 2005, náði að vinna í 8 mánuði áður en ég fór aftur heim í kot þá hefur mín ákveðið að setja snúlluna sína til dagmömmu.  Var búin að fá pláss EN þá datt í hendurnar á mér sú stórskemmtilega frétt í vikunni að litla stelpuskottið mitt kemst inná leikskóla í haust, ja mikið ósköp er hún heppin að eiga eldra systkini í leikskólanum, fer semsagt inn með systkina forgang.  Dásamlegt finnst mér, þó það dragist nú örlítið hvíldin sem ég hafði hugsað mér þegar stelpuskottið mitt átti að byrja hjá dagmömmu í júní fram til hausts.  Hef nefnilega ákveðið að taka svona örfáa daga í að sofa og hvílast áður en ég fer að vinna, ja ég þarf nú reyndar að finna mér nýja vinnu þar sem ég sagði upp vinnunni minni til 8 ára.  Þessi kerla ætlaði nefnilega vera heima í 2 ár með litla stelpuskottið sitt.  En mikið afskaplega hlakkar mér nú til samt að fara vera meðal fullorðins fólks aftur, ég held nefnilega að það sé tímabært. 

Þessi kona er sko farin að tala barnamál, tökum dæmi fór í partý fyrir stuttu og settist í Lazy boy ruggustól og byrjaði að segja "Nei enn fínn rugguhestur"  Úppss roðnaði niður í tær, og sagði nei afsakið ég meinti ruggustóll hahahhahaha ...  

Svo er það aumingja starfsfólkið í hinum ýmsum verslunum, pósthúsinu og bara hvar sem er, þá bara byrja ég að spjalla við bláókunnugt fólk um nákvæmlega ekki neitt.   Mér skilst að þetti geri konur sem eru búnar að vera heima lengi eins og ég  .. . og mér langar bara ekki að vera þessi kona lengur.   Nei nei .... ekki meira barnamál !!

yfir og út

Guddý 

Verstu 15 mín. í lífinu - sept. 2007

Dag einn í ágúst þá fór þessi 4 barna móðir með elstu dóttir sína í klippingu, og auðvitað voru litlu börnin hennar tvö, 20 mánaða og 2 1/2 mánaða með í för.  Mamman ég skyldi 15 ára dóttur sína eftir í tryggum höndum hárgreiðslukonunar og á meðan ætlaði ég að rúnta með litlu börnin.  Eitthvað fór nú drengur að ókyrrast og vildi fá eitthvað í gogginn, sérstaklega þegar hann vissi í bílnum væri fullt af góðgæti eftir vel heppnaða verslunarferð í Bónus áður en stóra systir fór í klippingu.  Nú ég stöðvaði bílinn á stóru og löngu bílplani hjá Egilshöllinni, sko í hinum endanum á planinu, vippaði mér út og ætlaði að vaða í skottið og ná í góðgæti fyrir drenginn, en nei harðlæst skot.  Gekk ég því aftur að bílstjórahurðina og reyndi að opna, Ó NEI harðlæst líka.  NEI þetta er ekki að gerast ég mamman læst úti og litlu börnin læst inní bíl.  Ég byrjaði á því að hamast á öllum hurðum til að reyna opna, eða glenna í sundur afturgluggann, en nei nei ekkert gekk.  Skelfingu lostin sá ég stein í jörðinni og grýtti honum í 2 rúður, NEIBBS ekkert gerðist.  

Hjartslátturinn magnaðist, guð hvað átti ég að gera, hljóp nokkra hringi í kringum bílinn í von um að þetta væri nú bara grín, þessi fíni og flotti bíll væri nú ekki búin að læsa mig úti í grenjandi úðarigningu og litlu börnin mín inní bíl .  HJÁLP !!!

Skelfingu lostin sá ég bíl keyra frá Egilshöllinni, baðaði ég út höndum eins og sturluð væri, og þetta yndislega par stoppaði og leyfðu mér að setjast inní bílinn sinn og hringja eftir hjálp.  

Á þessum tímapunkti þá var litla stelpan mín byrjuð að gráta og gráta greyið litla, og litla hjartað mitt hoppaði og skoppaði yfir því að vera læst úti og komast ekki til hennar.  En stóri bróðir var sallarólegur og skyldi ekkert í því afhverju mamma sín væri annað hvort hlaupandi hringinn í kringum bílinn eða hamrandi á bílrúðunni til að dreifa athygli litlu stelpunnar.  Innan skamms kom maður frá Vöku, guð hvað ég var ánægð á sjá hann,  mér fannst reynar hann væri búin að vera sko 30 mín. á leiðinni, en hann var eldsnöggur.  Það tók hann cirka 2 sekúndur að opna hurðina og ég komst inní bíl að hugga litla barnið mitt.

Ég sver það ég held bara að þetta hafi verið lengstu stuttu 15-20 mínútur í mínu lífi.  Algjört móðursýkiskast sem yfir mig kom.  Ég var sko marga marga klst. að jafna mig á þessu.  En þeim varð ekkert vont af, bara mamman, núna fer ég ALDREI útúr farartæki mínu án þess að taka bíllykilinn minn með.

Innilegar þakkir til parsins sem leyfðu mér að hringja og Vöku fyrir snögga þjónustu. 


Litlu englarnir júlí 2007

Púff hvað ég er nú þakklát fyrir þessar litlu stundir sem litlu englarnir mínir sofa á morgnana.  Það er nefnilega svoleiðis þegar á heimilinu búa tvær litlar manneskjur undir tveggja ára, þá hefur maður voða lítinn tíma fyrir sjálfan sig.  Þetta kostar mikla skipulagni, t.d getur maður ekki farið í sturtu bara hvenær sem er, nei nei bíða þar til "lúlla" tíminn byrjar.  Þá get ég gert mig sæta og fína og skolað af mér ælur, hor og þess háttar sem fylgir litlum börnum.  Whistling   Suma daga finnst mér ég vera drukkna í bleyjuskiptum, brjóstagjöfum, ropi, ælum og hori.  Úff eins og betur fer líður þetta hjá.  Næst á dagskrá er að kenna syninum að nota kopp, aha það verður eitthvað atriði sko.  Annars sá ég hrikalega sætan kopp í babysam,  sem spilar lag þegar eitthvað kemur í.  Svo lítur hann út eins og alvöru tojari.  Með plast sturtara og plast tojararúllu.    Ferlega snúddí.  Well nú ákváðu gríslingarnir að vakna, svo ég er farin í mömmuleik Wink 

Flopp

Já það má víst með sönnu segja að mbl blog tilraun mín var algjört flopp ... svo mikið að ég skrifaði alveg heilar 3 færslur þangað sem ég get flutt bara hingað. Hér er bara fínt að vera. Nenni ekki þessu mbl dóti.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Innlestur

var að flytja mig yfir á mbl.
slóðin er : http://guddy.blog.is/blog/guddy/

Langaði að breyta til, og þá get ég líka póstað beint ef ég skyldi nú hafa einhverja skoðun á einhverri frétt ... hnegg hnegg ... bæjó