föstudagur, febrúar 20, 2009

Litlu englarnir júlí 2007

Púff hvað ég er nú þakklát fyrir þessar litlu stundir sem litlu englarnir mínir sofa á morgnana.  Það er nefnilega svoleiðis þegar á heimilinu búa tvær litlar manneskjur undir tveggja ára, þá hefur maður voða lítinn tíma fyrir sjálfan sig.  Þetta kostar mikla skipulagni, t.d getur maður ekki farið í sturtu bara hvenær sem er, nei nei bíða þar til "lúlla" tíminn byrjar.  Þá get ég gert mig sæta og fína og skolað af mér ælur, hor og þess háttar sem fylgir litlum börnum.  Whistling   Suma daga finnst mér ég vera drukkna í bleyjuskiptum, brjóstagjöfum, ropi, ælum og hori.  Úff eins og betur fer líður þetta hjá.  Næst á dagskrá er að kenna syninum að nota kopp, aha það verður eitthvað atriði sko.  Annars sá ég hrikalega sætan kopp í babysam,  sem spilar lag þegar eitthvað kemur í.  Svo lítur hann út eins og alvöru tojari.  Með plast sturtara og plast tojararúllu.    Ferlega snúddí.  Well nú ákváðu gríslingarnir að vakna, svo ég er farin í mömmuleik Wink 

Engin ummæli: