föstudagur, febrúar 20, 2009

Vetrarblaður - maí 2008

Mikið svakalega er ég fegin að það sé komið 1/2 sumar ... var orðin dáltið rykuð enda sést það greinilega á bloggþurrki mínum.  Verð bara eins og bangsi sem leggst í dvala og heyrist ekki í langan tíma.  Well þetta er nú búið að vera meiri veturinn þ.e.a.s eftir áramótin.  Endalaus veikindi á litlu krílunum, held nú að ég sé búin að standa mig vel í hjúkku hlutverkinu ;)  En það fer nú að sjá í endann á því bráðum, stráksi minn nýbúinn í nefkirtlatöku og litlan mín á leiðinni í soleis + rör í annað eyrað.  Semsagt seinni hluti veturs fór í það að snýta nef, bera krem á hlaupabólu börnin mín, vöku nætur vegna eyrnabólgu og fleira.

Eftir langan dvala í vetur og búin að vera meira og minna heimavinnandi síðan desember 2005, náði að vinna í 8 mánuði áður en ég fór aftur heim í kot þá hefur mín ákveðið að setja snúlluna sína til dagmömmu.  Var búin að fá pláss EN þá datt í hendurnar á mér sú stórskemmtilega frétt í vikunni að litla stelpuskottið mitt kemst inná leikskóla í haust, ja mikið ósköp er hún heppin að eiga eldra systkini í leikskólanum, fer semsagt inn með systkina forgang.  Dásamlegt finnst mér, þó það dragist nú örlítið hvíldin sem ég hafði hugsað mér þegar stelpuskottið mitt átti að byrja hjá dagmömmu í júní fram til hausts.  Hef nefnilega ákveðið að taka svona örfáa daga í að sofa og hvílast áður en ég fer að vinna, ja ég þarf nú reyndar að finna mér nýja vinnu þar sem ég sagði upp vinnunni minni til 8 ára.  Þessi kerla ætlaði nefnilega vera heima í 2 ár með litla stelpuskottið sitt.  En mikið afskaplega hlakkar mér nú til samt að fara vera meðal fullorðins fólks aftur, ég held nefnilega að það sé tímabært. 

Þessi kona er sko farin að tala barnamál, tökum dæmi fór í partý fyrir stuttu og settist í Lazy boy ruggustól og byrjaði að segja "Nei enn fínn rugguhestur"  Úppss roðnaði niður í tær, og sagði nei afsakið ég meinti ruggustóll hahahhahaha ...  

Svo er það aumingja starfsfólkið í hinum ýmsum verslunum, pósthúsinu og bara hvar sem er, þá bara byrja ég að spjalla við bláókunnugt fólk um nákvæmlega ekki neitt.   Mér skilst að þetti geri konur sem eru búnar að vera heima lengi eins og ég  .. . og mér langar bara ekki að vera þessi kona lengur.   Nei nei .... ekki meira barnamál !!

yfir og út

Guddý 

Engin ummæli: