föstudagur, febrúar 20, 2009

Verstu 15 mín. í lífinu - sept. 2007

Dag einn í ágúst þá fór þessi 4 barna móðir með elstu dóttir sína í klippingu, og auðvitað voru litlu börnin hennar tvö, 20 mánaða og 2 1/2 mánaða með í för.  Mamman ég skyldi 15 ára dóttur sína eftir í tryggum höndum hárgreiðslukonunar og á meðan ætlaði ég að rúnta með litlu börnin.  Eitthvað fór nú drengur að ókyrrast og vildi fá eitthvað í gogginn, sérstaklega þegar hann vissi í bílnum væri fullt af góðgæti eftir vel heppnaða verslunarferð í Bónus áður en stóra systir fór í klippingu.  Nú ég stöðvaði bílinn á stóru og löngu bílplani hjá Egilshöllinni, sko í hinum endanum á planinu, vippaði mér út og ætlaði að vaða í skottið og ná í góðgæti fyrir drenginn, en nei harðlæst skot.  Gekk ég því aftur að bílstjórahurðina og reyndi að opna, Ó NEI harðlæst líka.  NEI þetta er ekki að gerast ég mamman læst úti og litlu börnin læst inní bíl.  Ég byrjaði á því að hamast á öllum hurðum til að reyna opna, eða glenna í sundur afturgluggann, en nei nei ekkert gekk.  Skelfingu lostin sá ég stein í jörðinni og grýtti honum í 2 rúður, NEIBBS ekkert gerðist.  

Hjartslátturinn magnaðist, guð hvað átti ég að gera, hljóp nokkra hringi í kringum bílinn í von um að þetta væri nú bara grín, þessi fíni og flotti bíll væri nú ekki búin að læsa mig úti í grenjandi úðarigningu og litlu börnin mín inní bíl .  HJÁLP !!!

Skelfingu lostin sá ég bíl keyra frá Egilshöllinni, baðaði ég út höndum eins og sturluð væri, og þetta yndislega par stoppaði og leyfðu mér að setjast inní bílinn sinn og hringja eftir hjálp.  

Á þessum tímapunkti þá var litla stelpan mín byrjuð að gráta og gráta greyið litla, og litla hjartað mitt hoppaði og skoppaði yfir því að vera læst úti og komast ekki til hennar.  En stóri bróðir var sallarólegur og skyldi ekkert í því afhverju mamma sín væri annað hvort hlaupandi hringinn í kringum bílinn eða hamrandi á bílrúðunni til að dreifa athygli litlu stelpunnar.  Innan skamms kom maður frá Vöku, guð hvað ég var ánægð á sjá hann,  mér fannst reynar hann væri búin að vera sko 30 mín. á leiðinni, en hann var eldsnöggur.  Það tók hann cirka 2 sekúndur að opna hurðina og ég komst inní bíl að hugga litla barnið mitt.

Ég sver það ég held bara að þetta hafi verið lengstu stuttu 15-20 mínútur í mínu lífi.  Algjört móðursýkiskast sem yfir mig kom.  Ég var sko marga marga klst. að jafna mig á þessu.  En þeim varð ekkert vont af, bara mamman, núna fer ég ALDREI útúr farartæki mínu án þess að taka bíllykilinn minn með.

Innilegar þakkir til parsins sem leyfðu mér að hringja og Vöku fyrir snögga þjónustu. 


Engin ummæli: