fimmtudagur, júlí 26, 2007

Innlestur

var að flytja mig yfir á mbl.
slóðin er : http://guddy.blog.is/blog/guddy/

Langaði að breyta til, og þá get ég líka póstað beint ef ég skyldi nú hafa einhverja skoðun á einhverri frétt ... hnegg hnegg ... bæjó

mánudagur, mars 05, 2007

Tónleikar

Margt hefur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast. Fyrst er rétt að byrja á nýrri upplifun. Í gær sunnudag 4. mars þá bættist enn eitt árið við aldur minn húrrí. Annars eftir Gellan varð 30 sko þá eru afmælin einhvern veginn svona lítilsháttar, en það er gaman að gera sér dagamun í því tilefni og það gjörði ég í gær. Fór fyrst í kaffi hjá tengdó, tróð magann þar út af góðgæti. Svo var brunað í bæinn aftur, skellt sér í betri gallann og farið út að borða á Tapas með vinkonunni "Samantha Jones" öðru nafni. Fékk mér þar fína 3 Tapas rétti, bumban orðin enn stærri. Svo var skellt sér á tónleika í Háskólabíó með prinsessu rafpopps Émilie Simon, sem er frönsk söngkona. Hér er hægt að kíkja á síðu hennar
Fyrst hélt ég að mín væri komin á einhvern gjörning, því meðlimir í hljómsveit hennar voru vægast sagt mjög furðulegir í byrjun, sérstaklega galdrakarlinn. En vá æðisleg rödd og frábærir tónleikar. Mjög svo menningarlegt, núna er víst frönsk menningarhátíð í gangi. "Franskt vor"
Mín þakkar bara kærlega fyrir sig. Skemmtilegur dagur í lífi 30+ gellu :)

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Sumarið 2006

Hvað skal segja um sumarið 2006 ... það var stundum heitt og þá var veðrið notað til að púla í garðinum, ég semsagt fúavarði pallinn og eitt stk. RISAgrindverk. Uppskar af því smá brúnku, þá verður maður líka voða sætur.
Og svo fluttum við eins og ég var búin að nefna. Katrín byrjaði í unglingavinnunni, og var einnig að bera út Moggann og múttan bar út með henni oftast. Ágætis hreyfing , um að gera að koma sér í smá form áður en þurfti að mæta aftur í vinnu. Stelpurnar dvöldu á Grundarfirði hjá ömmu sinni í einhverja vikur. Katrín var reyndar lengur en Jóhanna, þar sem Hanna litla fór í sumarbúðir skáta. Það var víst geggjað gaman. Katrín var líka send í sumarbúðir síðla ágústmánaðar, hún var ekki svaðalega hrifin af því að þurfa fara ein. En vá stúlkan sem kom til baka frá sumarbúðunum var með sólskynsbros marga hringi og breytt unglingsstúlka.
Svo lauk sumrinu þegar skólarnir byrjuðu. Þetta var alveg ágætis sumar, soltið blautt oft á tíðum en alveg ágætis sumar.

Gleðilegt nýtt ár

uss uss allt of langt síðan ég bloggaði síðast. Nú verður að bretta upp ermarnar og fara segja sögur he he ... ég meina sko hvað við famelían höfum verið að gera.