föstudagur, febrúar 25, 2005

Hversu lengi er hægt að halda ælu niðri ???

Á baksíðu DV í dag er frétt um mann sem var eltur af lögreglunni vegna gruns um ölvun. Maðurinn semsagt var alveg að því komin að æla yfir sig allan í bíl sínum en náði að hlaupa inn á bensínstöð, náhvítur í framan og ætlaði að nota salerni staðarins til verksins. Var honum bannað það, vegna þess starfsfólk taldi að hann væri bara ölvaður. Hljóp því maðurinn inn í bíl aftur og ók af stað með æluna í hálsinum. Keyrði því næst 10-20 km heim til sín í þeim tilgangi að losa sig við æluna. En áður en hann komst inní hús þá var hann stoppaður fyrir utan heimili sitt af lögreglunni og beðin um að blása í blöðru v. gruns um ölvun. Kyngir hann því í 2. sinn gubbunni og blæs í blöðru fyrir lögreguna. Starfsfólk bensínstöðvar vildu ekki tjá sig um málið í DV.

Eftirmála sögunnar er ekki vitað um, hvort um gubbupest var að ræða eða ölvun.

Hversu lengi er hægt að halda niðri gubbu þegar maður er með magakveisu, gubbupest og þess háttar óskemmtileg heit.
Var maðurinn ölvaður ??? Eða er maðurinn snillingur að halda niðri gubbu ???

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Beauty is pain

Ó já fegurð kostar sársauka. Gellan komst að því í gærkveldi þegar hún prófaði að láta vaxa augabrúnir sínar. Ái ái ái þetta var vont. En mér er sagt að fyrsta skiptið sé alltaf verst en svo lagist það. Að maður myndi skráp gagnvart því. Gellan hafði nú einhverja vitneskju um að fegurðin kostaði sársauka, tíma og mikla fjármuni. En maður verður auðvitað að standa undir nafni, flottasta Gellan í bænum he he

Hugleiðing .... Ætli fyrsta skiptið sé alltaf vont í öllu ? ;)

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Klámyndir / Röng skilaboð

Hvernig skilaboð fær ungt fólk sem stelst til að horfa á klámyndir ???
Ranghugmyndir myndi ég segja. Sjá eftirfarandi grínlista sem sendist
manna á milli í tölvupósti. Mér er EKKI hlátur í huga þegar ég les þennan lista.

~Að öllum líkindum þá endurspeglar mín skoðun ekki skoðun/mat annarra á klámiðnaði veraldarinnar~


24 hlutir sen klámiðnaðurinn hefur kennt okkur
************************* **********************

1. Konur fara alltaf í háhæluðum skóm í rúmið
2. Allir menn hafa stórt tippi sem alltaf stendur
3. Konur þurfa aldrei meira en 10 sekúndur til að fá fullnægingu við munnmök
4. Ef karlmaður kemur að konu sem er að fullnægja sér sjálf skammast hún
sín ekki og krefst hún þess að hann taki þátt
5. Konur elska að hafa kynlíf með ljótum miðaldra mönnum
6. Konur fá alltaf fullnægingu ef maður sprautar úr honum í andlitið
7. Konur öskra alltaf af nautn þegar þær veita karlmanni munnmök
8. Konur fá alltaf fullnægingu á sama tíma og mennirnir
9. Allar konur öskra hátt þegar þær elskast
10. Á 8 áratugnum var ekki möguleiki á að stunda kynlíf nema hafa öskrandi
gítar sóló í bakgrunni
11. öll brjóst eru ekta
12. Sjálfsögð og nauðsynleg kynlífsathöfn er að slá slöppum limnum í rass konunnar
13. Karlmenn öskra alltaf "OH YEAH", þegar þeir fá það
14. Kona stynur af mikilli nautn þegar þær eru teknar í bæði göt
15. Asískir menn eru ekki til
16. Ef einn maður kemur að pari sem er að elskast í skóginum getur hann
stungið lim sínum í munninn á dömunni án þess að hennar félagi verði fúll
17. Hjúkrunarkonan hefur alltaf munnmök með sjúklingnum
18. Menn taka hann alltaf út áður en þeir fá það
19. Allir rassar eru hreinir
20. Konur verða alltaf mjög hissa þegar þær uppgvöta tippið í buxum mannsins
21. konur eru alltaf tilbúnar
22. Konur hafa engin skaparhár
23. Það besta sem kona getur hugsað sér er að veita munnmök í 90 mín án
þess að stoppa
24. Menn þurfa aldrei að biðja um kynlíf Konurnar kasta sér á þá.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ekki Simpson

Ég var að fatta að það er nú ekkert sniðugt að líkja sér við Simpson fjölskylduna. Ég er með það í endurskoðun hvort það sé heilbrigt fyrir börn að horfa á þessa þætti. Þeir eru allavega EKKI uppbyggjandi mynd af nútíma fjölskyldu. Fyrir það fyrsta þá er Hómer feit fyllibytta sem nennir varla að vinna og notar ofbeldi á son sinn. Man yfirleitt ekki hvað yngsta barnið sitt heitir. Og setur útá dóttur sína sem er dugleg í skóla og vitur. Honum finnst það vera ókostur. Svo er það eiginkonan kúgaða sem eingöngu sér um heimilið og börnin. Það er bara stutt síðan ég uppgötvaði þessa hluti með Simpson þættina.
Að mínu mati í dag þá eru þetta ekki uppbyggjandi uppskrift af góðri, hjarthlýrri fjölskyldu þar sem meðlimir fjölskyldunnar eru ánægðir einstaklingar.

Mín skoðun !!!

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

innivera

kræstus ég er að verða ferköntuð inní mér .. litlan mín er búin að vera lasin í heila viku núna. Hef lítið sem EKKERT verið með "grownups" fyrir utan kallinn minn. Það vantar smá girlpower í lífið núna. Hlakka mikið til þegar ég kemst út aftur. Litlan er á batavegi þannig að hugsanlega fer ég aftur í vinnu næsta mánudag.
Flensufaraldurinn er ekkert smá langur þetta árið. Hár hiti með óráði, hósti, lítil matarlyst og fleira óskemmtilegt. Ég sjálf hef nú verið hálf slöpp með dömunni hérna en eins og betur fer þá hef ég sloppið við 38 & 39 stiga hitann. Jæja verða að mammast/hjúkkast núna ... bæ bæ