mánudagur, febrúar 21, 2005

Ekki Simpson

Ég var að fatta að það er nú ekkert sniðugt að líkja sér við Simpson fjölskylduna. Ég er með það í endurskoðun hvort það sé heilbrigt fyrir börn að horfa á þessa þætti. Þeir eru allavega EKKI uppbyggjandi mynd af nútíma fjölskyldu. Fyrir það fyrsta þá er Hómer feit fyllibytta sem nennir varla að vinna og notar ofbeldi á son sinn. Man yfirleitt ekki hvað yngsta barnið sitt heitir. Og setur útá dóttur sína sem er dugleg í skóla og vitur. Honum finnst það vera ókostur. Svo er það eiginkonan kúgaða sem eingöngu sér um heimilið og börnin. Það er bara stutt síðan ég uppgötvaði þessa hluti með Simpson þættina.
Að mínu mati í dag þá eru þetta ekki uppbyggjandi uppskrift af góðri, hjarthlýrri fjölskyldu þar sem meðlimir fjölskyldunnar eru ánægðir einstaklingar.

Mín skoðun !!!

Engin ummæli: