föstudagur, febrúar 25, 2005

Hversu lengi er hægt að halda ælu niðri ???

Á baksíðu DV í dag er frétt um mann sem var eltur af lögreglunni vegna gruns um ölvun. Maðurinn semsagt var alveg að því komin að æla yfir sig allan í bíl sínum en náði að hlaupa inn á bensínstöð, náhvítur í framan og ætlaði að nota salerni staðarins til verksins. Var honum bannað það, vegna þess starfsfólk taldi að hann væri bara ölvaður. Hljóp því maðurinn inn í bíl aftur og ók af stað með æluna í hálsinum. Keyrði því næst 10-20 km heim til sín í þeim tilgangi að losa sig við æluna. En áður en hann komst inní hús þá var hann stoppaður fyrir utan heimili sitt af lögreglunni og beðin um að blása í blöðru v. gruns um ölvun. Kyngir hann því í 2. sinn gubbunni og blæs í blöðru fyrir lögreguna. Starfsfólk bensínstöðvar vildu ekki tjá sig um málið í DV.

Eftirmála sögunnar er ekki vitað um, hvort um gubbupest var að ræða eða ölvun.

Hversu lengi er hægt að halda niðri gubbu þegar maður er með magakveisu, gubbupest og þess háttar óskemmtileg heit.
Var maðurinn ölvaður ??? Eða er maðurinn snillingur að halda niðri gubbu ???

Engin ummæli: