föstudagur, apríl 15, 2005

fjarvera mín

Já já ég er búin að vera fjarverandi frá blogginu mínu síðan í lok febrúar. Fullt búið að gerast síðan.
Helsta ástæðan fyrir því að Gellan hefur ei bloggað er sú að yngri bróðir minn (heilum 7 árum) lenti í bílslysi 28. febrúar s.l. og allur marsmánuður & hluti af apríl fór í spítalaheimsóknir og fleira. Engin tími til að blogga !!! Hann var 5 - 6 daga á gjörgæslu, tvær vikur á almennri deild Borgarspítala og svo 1 mánuð á Endurhæfingastöðinni Grensás og núna er hann komin norður(Akureyri) á endurhæfingastöðina Krissnes og verður þar vistmaður líklega 1 til 1 1/2 mánuð. EN batahorfur er góðar hjá drengnum. Honum hefur farið býsna mikið fram, enda duglegur í því að láta sér batna. Hann fékk höfuðáverka og vinsti hlið líkamans skaðist eitthvað. En máttur í vinstri fótlegg kom fljótlega og núna er hann í þjálfun með vinstri hendina sína sem var læst/föst (stífnaði upp) ... en þetta kemur allt saman. Hann verður örugglega orðinn fullfrískur í árslok jafnvel fyrr.

Skrítið hvað manni finnst alltaf að eitthvað svona muni ekki gerast í sinni nánustu fjölskyldu. En það er samt örugglega ekkert gott að vera með stanslausan ótta yfir því að eitthvað muni koma fyrir fjölskyldu sína.
Slysin gera ekki boð á undan sér og maður tekur á því ef það gerist. Þetta kenndi manni eitt allavega og það er að maður á bara einn dag í einu og maður ætti að lifa hann til fulls og njóta lífsins.

Kveðja
Gellan sem tekur bara einn dag í einu núorðið og lifir samkvæmt því.

Engin ummæli: