sunnudagur, apríl 24, 2005

Kópavogur rúlar ekki

Kópavogur .... arg ... ef það er til bæjarfélag sem hækkar blóðþrýstinginn minn þá er það Kópavogur. Í gær ætlaði ég í nýju sundlaugina með dæturnar, eiga notalega stund við mæðgurnar en nei nei mamman var orðinn þokkalega pirruð á að finna ekki nýju flottu sundlaugina. Eftir 40-50 mín rúnt í stanslausri leit þá loksins fundum við hana.
Mamman komin með of háan blóðþrýsting vegna pirrings og farin að röfla of mikið um bjánans Kópavoginn. Þetta er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ég á bara í miklum erfiðleikum með að rata í. Heyrst hefur að fleiri en ég eigi í þessum vandræðum. Skyldu bæjarbúar fá oft hiksta ??
Ég byrjaði nú á því að fara í Sundlaug Kópavogs og spurði þar starfsmann sem var af erlendum stofni komin og talaði bjagaða íslensku. “Góðan daginn” Hvar er nýja sundlauginn staðsett”? “Þú vita Smáralind, þú fara hringtorg, beygja til vinstri. “Já, ok er þetta rétt hjá Íþróttamiðstöðinni”? Þú fara hringtorg, beygja vinstri. “ Ok, takk fyrir ég hlýt að finna þetta.”
Aha eftir langan langan rúnt um Kópavog. Til upplýsingar fyrir þá sem ekki vita hvar nýja sundlaugin er. Þá keyrir þú í áttina til Player’s og beygir út úr hringtorgina við götu nr. 2 (alltaf 4 götur við hringtorg) og keyrir lengst uppeftir. Salarskóli er rétt hjá. Þetta er semsagt í Salarhverfi í Kópavogi. Rosaflott rennibraut og ágætis heitupottar. Þessi sundlaug virkar vel fyrir barnafólk, þetta er sundlaug fyrir krakka. (Mitt mat)

Over & out
Gellan (blóðþrýstingur í lagi núna)

Engin ummæli: