fimmtudagur, janúar 27, 2005

Simpson fer í ferðalag

Simpson fjölskyldan brá sér útúr höfuðborginni síðustu helgi og gisti í danska bænum Stykkishólmi. Lisa var að keppa í körfubolta með MB Keflavík. Keflavíkurstelpurnar unnu 2 leiki og töpuðu tveimur. Æsispennandi að fylgjast með. En Hómer, Marge, Bart og Maggie fóru til Stykkishólms til að horfa á Lisu keppa. Lisa gisti líka í skólanum með hinum stelpunum en við hin gistum á hóteli. Voða nice rúm og sængur, allt svo mjúkt, hvítt og cósý. Marge verður að setja svona djúnmjúkar sængur á innkaupalistann sinn. Þetta var voða notaleg og skemmtileg ferð !!! Gaman að skreppa svona útúr mengunni og fara í góða loftið þó það sé ekki nema í 1 1/2 sólarhring :)

over & out
Marge Simpson

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Afgreiðslufólk í sjoppum, búðum og fleira

Ég er að velta því fyrir mér .... hvar er þjónustulundin hjá mörgu afgreiðslufólki. Alveg er það merkilegt hvað sumir eru ókurteisir og dónalegir við mig, kúnnann sem opnar budduna til að greiða fyrir vöru. Í morgunn t.d þá fór ég á Esso á Vesturlandsvegi og lenti þar á einni MJÖG ókurteisari konu, það liggur við að hún hafi gargað á mig, farðu út og láttu mig í friði, ég nenni ekki að afgreiða þig eða svara spurningum þínum. Hneykslun konunnar yfir einfaldri spurningu minni var mjög augljós. Það liggur við að ég hafi skammast mín fyrir að spyrja um eitt ákveðið tilboð og hafa ekki vitað að það var í gangi í desember en EKKI janúar. I'm so sorry að ég skuli ekki hafa vitað það .... ég allavega laumaðist út með skottið á milli lappana og skammaði mig djí gastu nú ekki vitað það að tilboðið væri útrunnið. How stupid can you be.

Svo er það elsku stelpurnar í Aktu Taktu ... dö já ég vil láta opna fyrir mig litla kók í gleri, ég nefnilega kann ekki að drekka flöskuna með tappanum á. HA viltu tómatsósu líka ??? Með hverju átti pylsan eiginlega að vera ??? Svo hefur maður fengið 2 Pepsi með pylsutilboði í stað 1 Pepsi. Og fullt, fullt af öðrum skrítinni þjónustu.

Fyrir svona 6 árum síðan, þá vann ég í síðasta sinn í sjoppu og ég get svo svarið það að ég var ekki SVONA ókurteis, dónaleg og útúr heiminum. Mér var nefnilegt kenndir mannasiðir í æsku.

Jæja plöggandi blaður búið í bili

föstudagur, janúar 14, 2005

Fyndið

Ég var að sjá það núna að 4. mars 2004 þá hef ég búið til þessa bloggsíðu og svo ekki gert neitt meira. Ég var að rifja upp að ég skildi ekki hvernig blogger.com virkaði. Me so stupid then ... nei nei óþolinmæðin var alveg að fara með mig á þeim tíma. Gat ekki gefið mér tíma í neitt. En ég fatta þetta núna í dag. Enda er ég með aðra blogger síðu sem er leyndó og verður örugglega bara leyndó. ;) Og svo var ég eitthvað að skrifa á blog.central en var eiginlega að leggja hana niður í dag. Svo mikið bull á henni og svo finnst mér hún svo hægvirk.
En hérna ætla ég að plögga niður mínum skoðunum ....
kveðja, plögggaragellan í ritstuði

Komin aftur ...

Hæ hæ ... Gellan er bara byrjuð í ræktinni núna þessa dagana. Búin að vera tala um að byrja í marga mánuði eða ár. Og loksins skruntaðist ég af stað. Rosalega er þetta nú gott ... fín útrás og bara gott að hreyfa sig....
Tími til komin að taka upp nýjan lífstíl ....

Tilraun 2.

Jæja tilraun 2. í bloggeríi.....