miðvikudagur, janúar 19, 2005

Afgreiðslufólk í sjoppum, búðum og fleira

Ég er að velta því fyrir mér .... hvar er þjónustulundin hjá mörgu afgreiðslufólki. Alveg er það merkilegt hvað sumir eru ókurteisir og dónalegir við mig, kúnnann sem opnar budduna til að greiða fyrir vöru. Í morgunn t.d þá fór ég á Esso á Vesturlandsvegi og lenti þar á einni MJÖG ókurteisari konu, það liggur við að hún hafi gargað á mig, farðu út og láttu mig í friði, ég nenni ekki að afgreiða þig eða svara spurningum þínum. Hneykslun konunnar yfir einfaldri spurningu minni var mjög augljós. Það liggur við að ég hafi skammast mín fyrir að spyrja um eitt ákveðið tilboð og hafa ekki vitað að það var í gangi í desember en EKKI janúar. I'm so sorry að ég skuli ekki hafa vitað það .... ég allavega laumaðist út með skottið á milli lappana og skammaði mig djí gastu nú ekki vitað það að tilboðið væri útrunnið. How stupid can you be.

Svo er það elsku stelpurnar í Aktu Taktu ... dö já ég vil láta opna fyrir mig litla kók í gleri, ég nefnilega kann ekki að drekka flöskuna með tappanum á. HA viltu tómatsósu líka ??? Með hverju átti pylsan eiginlega að vera ??? Svo hefur maður fengið 2 Pepsi með pylsutilboði í stað 1 Pepsi. Og fullt, fullt af öðrum skrítinni þjónustu.

Fyrir svona 6 árum síðan, þá vann ég í síðasta sinn í sjoppu og ég get svo svarið það að ég var ekki SVONA ókurteis, dónaleg og útúr heiminum. Mér var nefnilegt kenndir mannasiðir í æsku.

Jæja plöggandi blaður búið í bili

Engin ummæli: