sunnudagur, október 23, 2005

Óþolandi nágranninn

*urr* Ég á óþolandi nágranna. Í 5 ár sem ég hef búið hér þá hef ég átt óþolandi nágranna kerlingu. Hún býr fyrir neðan mína íbúð. Og alltaf þegar henni hentar þá spilar hún óþolandi leiðinlega tónlist HÁTT !!! Nokkrum sinnum í gegnum árin hef ég hringt í Lögregluna til að stöðva hávaðamengunina. Og ég veit fyrir víst að hún er á síðasta séns. En nei ekki aftrar það henni að spila háa leiðinlega tónlist. Nú er bæði ég og yngri dóttir mín glaðvakandi af hennar völdum. Getum ekki sofnað fyrir tónlistinni. *ARRRGGGG* Vonandi kemur löggumann og stöðvar þetta gól bráðlega. Hringdi í drykkfellda kerlinguna áðan og bað hana vinsamlegast að lækka ... en nei það gjörir hún ekki. Því var næsta ráð að hringja enn einu sinni í Lögregluna, vona bara að hún hafi ekki of mikið að gera núna.

Einu sinni þá kom lögreglan til að stöðva hávaðann þá var karlinn sem hún var með þá búin að grýta út sjónvarpinu og fleiru niður af svölunum. Vóhh hún býr sko á 8. hæð. Bilað veikt fólk!!

Ég er að hugsa um að skrifa hennar nokkrar vel valdar línur og setja í póstkassann hennar. Illa augnaráðið sem hún fær frá mér þegar ég mæti henni niðri dugar víst ekki.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Mar lifandi !! Guðný... ég held að þú mundir gera mistök með því að senda henni.. bréf... væri mun gáfulegra að láta hana ekki hafa neinar

Nafnlaus sagði...

sannanir fyrir því að þér sé séstaklega í nöp við hana.. láttu hana bara heyra óþverran munnlegann á göngunum.. hún hefur unnið sér það inn !!

pirradur sagði...

Farðu bara niður á Hlemmtorg og gefðu einhverjum rónanum bokku fyrir að brjótast inn hjá henni og stela græjunum hennar.

Unknown sagði...

Hmm .. góð hugmynd með bokkuna ;)