fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Tennur

Fór til tannsa í dag sem er svosem ekkert merkilegt nema hvað .... búin að vera drepast í túllanum í marga daga. Laumaði mér til tannsa á mánudaginn síðasta vegna tannrótarbólgu, ái smá pínu vont sko. En almáttugur, tannsinn gramsar eitthvað í ónýtu tönnunni minni og lokar svo. Segir mér því næst að taka inn 3 sýklalyfstöflur á dag, og hafa samband við sig ef einhver titringur lætur á sér kræla í tannholdinu. Ha titringur já ok geri það. Skunda svo heim, voða ánægð, nú myndi mér batna í tannholdinu. EN nei það gerðist ekki, vaknaði á þriðjudagsmorgunn eins og ég hefði verið kýld margsinnis í neðra kjálka. Ekki fögur sjón það. Hef kvalist heiftarlega útaf þessarri bólgu, en fann ekki þennan slátt eða titring. En allavega hringdi í tannsann minn og hann sagði mér að koma í dag til sín og hann myndi tappa af bólgunni. Hmmm... ok dreif mig á staðinn. Fyrsta sem hann segir er, já ég sé að báðar kúlurnar stækka ört. Það er að segja bumbukrúttið mitt og kúlan á andlitinu. Þó svo mér finnist nú bumban mín fallegri en grey andlitið. En hann gerði þarna einhverjar tannsakúnstir. Ó vá hvað mér leið miklu betur á eftir, þ.e.a.s í munninum. Sveif heim á bleiku skýi og beint í ísskápinn, ohh svo gott að geta fengið sér að borða án kvala. Ummmm namm ... verð nú líka að næra litla krílið mitt líka. Sem ég hef ekki getað gert aðmennilega undanfarna daga, því miður.
Þetta ætti að kenna mér að hugsa betur um tönnslurnar mínar. Og svo er ég alveg einstaklega lagin við það að drífa mig til læknis þegar í óefni er komið. Stór galli sem reyndar er hægt að laga. Jebbsss set það á lagfæringar file-inn minn.
Atriði nr. 28. Gellan verður að læra fara FYRR til læknis. ;)

Over and out

Engin ummæli: