fimmtudagur, október 13, 2005

Leigubílstjórinn ég ....

Stundum finnst mér ég vera eins og leigubílstjóri nema hvað ég fæ ekki greitt fyrir minn akstur. Svona myndi til dæmis ein vika líta út hjá mér (púff) mánudagur; keyra í vinnu, úr vinnu, skutla yngri dóttur á fund, sækja dóttur, bíða í 40 mín, eldri dóttir fund, keyra heim, sækja eldri dóttur.
Þriðjudagur; Vinna, keyra eldri dóttur í jazzballet, keyra heim, keyra yngri dóttur í skáta, sækja eldri dóttur í jazzballet, keyra heim, sækja yngri dóttur í skáta og keyra þá eldri í eitthvað ungmenna félagstarf, fara heim, sækja eldri dótturina.
Svo kemur þakklát pása á miðvikudögum. *ahhhhhh*
Fimmtudagur; ja bara ein keyrsla þar með unglinginn í djazzballet.
Föstudagur: Pása.

Hmm… þetta er nú kanski ekki svo slæmt, allur aksturinn gæti dreifst yfir á hina daga. Kanski bara best að rumpa þessu af og eiga svo dágóðar pásur hina dagana. Já sé það núna.
En ég hugsa að ég verði nú að ota að þeim gula bílnum (strætó) bráðlega, ekki get ég nú verið að skutlast hingað og þangað þegar kúlubúinn lætur sjá sig.

Þetta er svona eins og amerískur fótboltamömmufílingur .... skutla hingað og skutla þangað.

Engin ummæli: