fimmtudagur, júní 30, 2005
ferðalingur
Jæja ekki er nú veðurspáin góð fyrir helgina ... demit ég sem var búin að plana fara í útilegu um helgina. Búin að prufukeyra nýja hústjaldið og útilegugreyjurnar þar síðustu helgi á Laugarvatni. Nauðsynlegt að prufukeyra svona. Komumst til dæmis að því að það gæti verið voða gott að hafa með sér prímus svo maður frjósi ekki til helv.... ég held að það sé það eina sem vantar núna. Must kaupa prímus áður en ég legg land undir fót á morgunn. Pælingin er sú að skella sér á Mjólkurhátíðinna fyrir vestan. Jahú!!! Ég treysti bara á veðurguðina, annars er bara skellt sér á Hótel Eddu takk fyrir he he he ... Annars erum við að fara í útilegu líka þar næstu helgi, förum noður á ættarmót en til allrar lukku ef það verður rigning þá helgi þá skríð ég bara inná æskuslóðina og lúlla þar. Jæja bolla litla ætlar að reyna vinna eitthvað núna ... jebbss must setja hauinn minn í pappírinn en ekki tjaldið ... einn dagur í viðbót víhí :)
mánudagur, maí 30, 2005
fimmtudagur, maí 26, 2005
Ritstífla
Ódugleg er nú Gellan svala að blogga þessa dagana. Það er eins og ritstífla myndist þegar sólin fer að gægjast framúr skýjunum. Kanski ég reyni að bæta úr því. Hmmm.... hugsi hugsi neibb það kemur ekkert.
Júbb við erum að fara í sveitina um helgina. Skoða litlu sætu lömbin og foðöldin.. víhú. Jæja reyni að kreista út ritstíflunni á næstu dögum.
Júbb við erum að fara í sveitina um helgina. Skoða litlu sætu lömbin og foðöldin.. víhú. Jæja reyni að kreista út ritstíflunni á næstu dögum.
sunnudagur, apríl 24, 2005
Kópavogur rúlar ekki
Kópavogur .... arg ... ef það er til bæjarfélag sem hækkar blóðþrýstinginn minn þá er það Kópavogur. Í gær ætlaði ég í nýju sundlaugina með dæturnar, eiga notalega stund við mæðgurnar en nei nei mamman var orðinn þokkalega pirruð á að finna ekki nýju flottu sundlaugina. Eftir 40-50 mín rúnt í stanslausri leit þá loksins fundum við hana.
Mamman komin með of háan blóðþrýsting vegna pirrings og farin að röfla of mikið um bjánans Kópavoginn. Þetta er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ég á bara í miklum erfiðleikum með að rata í. Heyrst hefur að fleiri en ég eigi í þessum vandræðum. Skyldu bæjarbúar fá oft hiksta ??
Ég byrjaði nú á því að fara í Sundlaug Kópavogs og spurði þar starfsmann sem var af erlendum stofni komin og talaði bjagaða íslensku. “Góðan daginn” Hvar er nýja sundlauginn staðsett”? “Þú vita Smáralind, þú fara hringtorg, beygja til vinstri. “Já, ok er þetta rétt hjá Íþróttamiðstöðinni”? Þú fara hringtorg, beygja vinstri. “ Ok, takk fyrir ég hlýt að finna þetta.”
Aha eftir langan langan rúnt um Kópavog. Til upplýsingar fyrir þá sem ekki vita hvar nýja sundlaugin er. Þá keyrir þú í áttina til Player’s og beygir út úr hringtorgina við götu nr. 2 (alltaf 4 götur við hringtorg) og keyrir lengst uppeftir. Salarskóli er rétt hjá. Þetta er semsagt í Salarhverfi í Kópavogi. Rosaflott rennibraut og ágætis heitupottar. Þessi sundlaug virkar vel fyrir barnafólk, þetta er sundlaug fyrir krakka. (Mitt mat)
Over & out
Gellan (blóðþrýstingur í lagi núna)
Mamman komin með of háan blóðþrýsting vegna pirrings og farin að röfla of mikið um bjánans Kópavoginn. Þetta er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ég á bara í miklum erfiðleikum með að rata í. Heyrst hefur að fleiri en ég eigi í þessum vandræðum. Skyldu bæjarbúar fá oft hiksta ??
Ég byrjaði nú á því að fara í Sundlaug Kópavogs og spurði þar starfsmann sem var af erlendum stofni komin og talaði bjagaða íslensku. “Góðan daginn” Hvar er nýja sundlauginn staðsett”? “Þú vita Smáralind, þú fara hringtorg, beygja til vinstri. “Já, ok er þetta rétt hjá Íþróttamiðstöðinni”? Þú fara hringtorg, beygja vinstri. “ Ok, takk fyrir ég hlýt að finna þetta.”
Aha eftir langan langan rúnt um Kópavog. Til upplýsingar fyrir þá sem ekki vita hvar nýja sundlaugin er. Þá keyrir þú í áttina til Player’s og beygir út úr hringtorgina við götu nr. 2 (alltaf 4 götur við hringtorg) og keyrir lengst uppeftir. Salarskóli er rétt hjá. Þetta er semsagt í Salarhverfi í Kópavogi. Rosaflott rennibraut og ágætis heitupottar. Þessi sundlaug virkar vel fyrir barnafólk, þetta er sundlaug fyrir krakka. (Mitt mat)
Over & out
Gellan (blóðþrýstingur í lagi núna)
miðvikudagur, apríl 20, 2005
Brandari dagsins
Maður fann flösku með anda í og andinn gaf honum eina ósk...
"gerðu mig ómótstæðilegan í augum kvenfólks"
óskaði maðurinn sér...
*hvisssssbanggggggg* .....Hann breyttist í VISA kort
"gerðu mig ómótstæðilegan í augum kvenfólks"
óskaði maðurinn sér...
*hvisssssbanggggggg* .....Hann breyttist í VISA kort
föstudagur, apríl 15, 2005
fjarvera mín
Já já ég er búin að vera fjarverandi frá blogginu mínu síðan í lok febrúar. Fullt búið að gerast síðan.
Helsta ástæðan fyrir því að Gellan hefur ei bloggað er sú að yngri bróðir minn (heilum 7 árum) lenti í bílslysi 28. febrúar s.l. og allur marsmánuður & hluti af apríl fór í spítalaheimsóknir og fleira. Engin tími til að blogga !!! Hann var 5 - 6 daga á gjörgæslu, tvær vikur á almennri deild Borgarspítala og svo 1 mánuð á Endurhæfingastöðinni Grensás og núna er hann komin norður(Akureyri) á endurhæfingastöðina Krissnes og verður þar vistmaður líklega 1 til 1 1/2 mánuð. EN batahorfur er góðar hjá drengnum. Honum hefur farið býsna mikið fram, enda duglegur í því að láta sér batna. Hann fékk höfuðáverka og vinsti hlið líkamans skaðist eitthvað. En máttur í vinstri fótlegg kom fljótlega og núna er hann í þjálfun með vinstri hendina sína sem var læst/föst (stífnaði upp) ... en þetta kemur allt saman. Hann verður örugglega orðinn fullfrískur í árslok jafnvel fyrr.
Skrítið hvað manni finnst alltaf að eitthvað svona muni ekki gerast í sinni nánustu fjölskyldu. En það er samt örugglega ekkert gott að vera með stanslausan ótta yfir því að eitthvað muni koma fyrir fjölskyldu sína.
Slysin gera ekki boð á undan sér og maður tekur á því ef það gerist. Þetta kenndi manni eitt allavega og það er að maður á bara einn dag í einu og maður ætti að lifa hann til fulls og njóta lífsins.
Kveðja
Gellan sem tekur bara einn dag í einu núorðið og lifir samkvæmt því.
Helsta ástæðan fyrir því að Gellan hefur ei bloggað er sú að yngri bróðir minn (heilum 7 árum) lenti í bílslysi 28. febrúar s.l. og allur marsmánuður & hluti af apríl fór í spítalaheimsóknir og fleira. Engin tími til að blogga !!! Hann var 5 - 6 daga á gjörgæslu, tvær vikur á almennri deild Borgarspítala og svo 1 mánuð á Endurhæfingastöðinni Grensás og núna er hann komin norður(Akureyri) á endurhæfingastöðina Krissnes og verður þar vistmaður líklega 1 til 1 1/2 mánuð. EN batahorfur er góðar hjá drengnum. Honum hefur farið býsna mikið fram, enda duglegur í því að láta sér batna. Hann fékk höfuðáverka og vinsti hlið líkamans skaðist eitthvað. En máttur í vinstri fótlegg kom fljótlega og núna er hann í þjálfun með vinstri hendina sína sem var læst/föst (stífnaði upp) ... en þetta kemur allt saman. Hann verður örugglega orðinn fullfrískur í árslok jafnvel fyrr.
Skrítið hvað manni finnst alltaf að eitthvað svona muni ekki gerast í sinni nánustu fjölskyldu. En það er samt örugglega ekkert gott að vera með stanslausan ótta yfir því að eitthvað muni koma fyrir fjölskyldu sína.
Slysin gera ekki boð á undan sér og maður tekur á því ef það gerist. Þetta kenndi manni eitt allavega og það er að maður á bara einn dag í einu og maður ætti að lifa hann til fulls og njóta lífsins.
Kveðja
Gellan sem tekur bara einn dag í einu núorðið og lifir samkvæmt því.
föstudagur, febrúar 25, 2005
Hversu lengi er hægt að halda ælu niðri ???
Á baksíðu DV í dag er frétt um mann sem var eltur af lögreglunni vegna gruns um ölvun. Maðurinn semsagt var alveg að því komin að æla yfir sig allan í bíl sínum en náði að hlaupa inn á bensínstöð, náhvítur í framan og ætlaði að nota salerni staðarins til verksins. Var honum bannað það, vegna þess starfsfólk taldi að hann væri bara ölvaður. Hljóp því maðurinn inn í bíl aftur og ók af stað með æluna í hálsinum. Keyrði því næst 10-20 km heim til sín í þeim tilgangi að losa sig við æluna. En áður en hann komst inní hús þá var hann stoppaður fyrir utan heimili sitt af lögreglunni og beðin um að blása í blöðru v. gruns um ölvun. Kyngir hann því í 2. sinn gubbunni og blæs í blöðru fyrir lögreguna. Starfsfólk bensínstöðvar vildu ekki tjá sig um málið í DV.
Eftirmála sögunnar er ekki vitað um, hvort um gubbupest var að ræða eða ölvun.
Hversu lengi er hægt að halda niðri gubbu þegar maður er með magakveisu, gubbupest og þess háttar óskemmtileg heit.
Var maðurinn ölvaður ??? Eða er maðurinn snillingur að halda niðri gubbu ???
Eftirmála sögunnar er ekki vitað um, hvort um gubbupest var að ræða eða ölvun.
Hversu lengi er hægt að halda niðri gubbu þegar maður er með magakveisu, gubbupest og þess háttar óskemmtileg heit.
Var maðurinn ölvaður ??? Eða er maðurinn snillingur að halda niðri gubbu ???
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)