miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Landsmót skáta í júlí



Þann 23. júlí s.l þá fór Gellan ásamt dóttur sinni (sem er í skátafélaginu Hamar Grafarvogi) og bróður hennar á Landsmót skáta. Farið var snemma á fætur þennan dýrindis laugardagsmorgunn og sinnt erindum áður en lagt var af stað úr mengaðri borginni. Vá þvílíkur hiti var gjörsamlega að kæfa ferðalangana. Mótið var haldið á Úlfljótsvatni, og þegar þangað var komið var Gellan nánast niðurkomin af hitasting einungis klædd þunnum bómullarkjól (ásamt tilheyrandi nærfatnaði auðvitað) með litlu sætu kúluna sína út í loftið og arkaði þar um svæðið í kjólnum og þunnum sandölum, gjörsamlega að kafna úr hita.
Það má segja að þetta hafi verið heitasti dagur sumarsins. Allavega náði Gellan í einhverja brúnku ííhaaa.... Stórskemmtilegur dagur !!

Óheppni greindist smávegis hjá vinkonu Gellunar ... já já hún Sexý tillti lauslega annarri rasskinni á plaststól sem fastur var við útileguborð Gellunnar og hrundi það niður og brotnaði. Greyið Sexý datt á einhverja hæla í jörð og uppskar ljóta og óþægilega marbletti. Og ekki er nú sagan öll því hún skaðbrenndist í andliti og hefði þurft að fara á slysó eftir helgina með einhvers stigs bruna því húðin á einhverjum hluta andlitsins byrjaði að flagna af. Mjög sársaukafullt sagði hún. Æ greyið stelpan.

En þetta var hlý og skemmtileg helgi fyrir alla.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ættarmótið

Fór á ættarmót um helgina. Hin fjölbreytilega móðurfjölskylda mætti í Skagafjörðinn með glampa í augum. Mótið var haldið á Steinstöðum í Lýtingsstaðahrepp, Skagafirði. Gist var bæði í gamla grunnskólanum mínum sem er búið að breyta í gistiheimili núna. Vá ekkert smá skrítið að koma inn í hann, hef ekki stigið þar fæti síðan vorið 1989 þegar ég lauk minni 9 ára skólagöngu þar. Margar skemmtilegar minningar þyrluðust upp he he he já það var gaman að vera krakki án fullorðins áhyggja líkt og í dag. Jæja eitthvað af liði gisti í skólanum þar á meðal ég, hinir plöntuðu sér á tjaldstæðið við hliðina á skólanum. Þetta var alveg ljómandi fín helgi. Eitt brúðkaup eða svo átti sér stað á laugardeginum. Aha móðir mín kær og sambýlismaður hennar til margra margra ára giftu sig á sérstakan hátt á tjaldstæðinu. Voru þau búin að leigja sér tjaldvagn og fyrir framan hann var búið til altari með stórum flottum kertum, sólblómum, lagður dúkur að hurðargættini (þar sem sérann stóð) og settur pallur fyrir þau til að krjúpa á. Þetta var mjög falleg og sérstök athöfn. Þarna sér maður að það er ekkert nauðsynlegt að gifta sig í kirkju, útibrúðkaup geta líka verið sérstök og falleg. Ég segi bara TIL HAMINGJU BRÚÐHJÓN!!
Sameiginleg matarveisla var svo um kvöldið haldin í félagsheimilinu, þar sem 4 niðjar borðuðu, eða bleikur, blár, rauður og gulur eða það eru litirnar á bolunum sem við gengum í um helgina. Við vorum fagurbleik og flott. Farið var í hina ýmsu leiki, þar á meðal brugðið á leik með hinum nýgiftu brúðhjónum.
Þetta ættarmót fór friðsamlega fram að þessu sinni. Ólíkt ættarmótinu sem haldið var fyrir 5 árum síðan, þá var mikil ölvun og slagsmál á milli feðga og sitt hvað fleira bilað.
OVER & OUT
Gellan (bara nokkuð ánægð með crazy famelíuna)

fimmtudagur, júní 30, 2005

ferðalingur

Jæja ekki er nú veðurspáin góð fyrir helgina ... demit ég sem var búin að plana fara í útilegu um helgina. Búin að prufukeyra nýja hústjaldið og útilegugreyjurnar þar síðustu helgi á Laugarvatni. Nauðsynlegt að prufukeyra svona. Komumst til dæmis að því að það gæti verið voða gott að hafa með sér prímus svo maður frjósi ekki til helv.... ég held að það sé það eina sem vantar núna. Must kaupa prímus áður en ég legg land undir fót á morgunn. Pælingin er sú að skella sér á Mjólkurhátíðinna fyrir vestan. Jahú!!! Ég treysti bara á veðurguðina, annars er bara skellt sér á Hótel Eddu takk fyrir he he he ... Annars erum við að fara í útilegu líka þar næstu helgi, förum noður á ættarmót en til allrar lukku ef það verður rigning þá helgi þá skríð ég bara inná æskuslóðina og lúlla þar. Jæja bolla litla ætlar að reyna vinna eitthvað núna ... jebbss must setja hauinn minn í pappírinn en ekki tjaldið ... einn dagur í viðbót víhí :)

mánudagur, maí 30, 2005

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ritstífla

Ódugleg er nú Gellan svala að blogga þessa dagana. Það er eins og ritstífla myndist þegar sólin fer að gægjast framúr skýjunum. Kanski ég reyni að bæta úr því. Hmmm.... hugsi hugsi neibb það kemur ekkert.
Júbb við erum að fara í sveitina um helgina. Skoða litlu sætu lömbin og foðöldin.. víhú. Jæja reyni að kreista út ritstíflunni á næstu dögum.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Kópavogur rúlar ekki

Kópavogur .... arg ... ef það er til bæjarfélag sem hækkar blóðþrýstinginn minn þá er það Kópavogur. Í gær ætlaði ég í nýju sundlaugina með dæturnar, eiga notalega stund við mæðgurnar en nei nei mamman var orðinn þokkalega pirruð á að finna ekki nýju flottu sundlaugina. Eftir 40-50 mín rúnt í stanslausri leit þá loksins fundum við hana.
Mamman komin með of háan blóðþrýsting vegna pirrings og farin að röfla of mikið um bjánans Kópavoginn. Þetta er eina bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem ég á bara í miklum erfiðleikum með að rata í. Heyrst hefur að fleiri en ég eigi í þessum vandræðum. Skyldu bæjarbúar fá oft hiksta ??
Ég byrjaði nú á því að fara í Sundlaug Kópavogs og spurði þar starfsmann sem var af erlendum stofni komin og talaði bjagaða íslensku. “Góðan daginn” Hvar er nýja sundlauginn staðsett”? “Þú vita Smáralind, þú fara hringtorg, beygja til vinstri. “Já, ok er þetta rétt hjá Íþróttamiðstöðinni”? Þú fara hringtorg, beygja vinstri. “ Ok, takk fyrir ég hlýt að finna þetta.”
Aha eftir langan langan rúnt um Kópavog. Til upplýsingar fyrir þá sem ekki vita hvar nýja sundlaugin er. Þá keyrir þú í áttina til Player’s og beygir út úr hringtorgina við götu nr. 2 (alltaf 4 götur við hringtorg) og keyrir lengst uppeftir. Salarskóli er rétt hjá. Þetta er semsagt í Salarhverfi í Kópavogi. Rosaflott rennibraut og ágætis heitupottar. Þessi sundlaug virkar vel fyrir barnafólk, þetta er sundlaug fyrir krakka. (Mitt mat)

Over & out
Gellan (blóðþrýstingur í lagi núna)

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Brandari dagsins

Maður fann flösku með anda í og andinn gaf honum eina ósk...

"gerðu mig ómótstæðilegan í augum kvenfólks"

óskaði maðurinn sér...


*hvisssssbanggggggg* .....Hann breyttist í VISA kort